top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Vor / Wiosna

Updated: Apr 25, 2023


Vor / Wiosna, Ada Stanczak, keramik, list, menning, listahátíð, Studio Fræ, Sláturhúsið, Egilsstaðir, austurland, Ísland, Pólland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Ada Stańczak er keramikhönnuður og efnisfræðingur með aðsetur í Reykjavík og verður hún með verk á hátíðinni. Ljósmynd Studio Fræ.

Listahátíðin Vor / Wiosna verður haldin á Austurlandi í fjórða sinn og í ár hefst dagskráin þann 25. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá forsvarsfólki hátíðarinnar segir að þema hátíðarinnar þetta árið sé hönnun og mismunandi svið hennar, allt frá keramik og tísku til vöru- og matarhönnunar.


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu kemur fram að þátttakendur hátíðarinnar séu íslenskir listamenn með pólskan bakgrunn, hönnuðir af pólskum uppruna sem búa og starfa í Noregi ásamt listafólki sem býr og starfar í Póllandi.

Verkin á sýningunni sýni mismunandi túlkun og skynjun á hvað hönnun er; það getur verið performatívur kvöldverður, listræn rannsókn á hreinsunarathöfnum eða stórfenglegur vasi þar sem efnið, form þess og vinnan við sköpunina er kjarninn í verkinu.

Sterk tenging við umhverfið er rauði þráður sýningarinnar. Vatn og jarðvegur, jurtir og tré, rannsóknir á efninu og skoðun uppruna hönnunarinnar sjálfrar endurómar í hverju verkefni og verkefnin sem við kynnum spegla jafnframt hvert annað og skapa harmoniska sýningu.


Í fréttatilkynningunni segir að tónlist komi einnig mikið við sögu þetta árið sem fyrr; pólska hljómsveitin Polski Piach verður með tónleika auk þess sem gestalistamaðurinn Krzysztof “Arszyn” Topolski mun flytja og sýna hljóðverk. Báðir viðburðirnir eru hluti af ACT_IN_OUT, tveggja ára listaverkefni sem tileinkað er tónlist og leikhúsi sem Sláturhúsið á Egilsstöðum er hluti af ásamt Fabryka Sztuki Łódź, Carte Blanche Theater og Visjoner Teater frá Noregi. Krzysztof verður einnig í samstarfi við djassgítaristann, og listrænan stjórnanda Far out / Langt út jazzseríunnar í Sláturhúsinu, Edgars Rugajs og munu þeir koma fram saman á tónleikum þann 26. apríl næstkomandi.


Að lokum segir að samkvæmdt venju mun Vor / Wiosna einnig bjóða uppá vinnustofur fyrir börn og foreldra, þar verður endurvinnsla er í forgrunni. Unnið verður með hráefni úr umhverfinu og nytjahlutir skapaðir úr því. Síðast en ekki síst verður sýning á stuttum hreyfimyndum sem Ex Anima Foundation í Varsjá hefur umsjón með.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér þessa skemmtilegu hátíð betur. Þess ber að geta að vefritið ÚR VÖR hefur fjallað áður um Vor / Wiosna og má sjá allt um það hér: https://www.urvor.is/post/polsk-listahatid-a-egilsstodum


Comentarios


bottom of page