top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

UM ÚR VÖR

logos.png
000010-n-.jpg

ÚR VÖR er vefrit sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna. Lífið er ekki bara saltfiskur og viljum við varpa ljósi á allt hið frábæra sem fram fer á landsbyggðinni varðandi listir, menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf, í hvaða formi sem er, og með því, veita fólki innblástur.

Langt er á milli landshorna en ÚR VÖR er vettvangur sem sameinar, styrkir og færir okkur nær hvort öðru. Við getum lært margt af hvort öðru í staðinn fyrir að vera sífellt að reyna að finna upp hjólið í sitt hvorum landshlutanum. Lífið á landsbyggðinni er ólíkt borgarlífinu, erfiðar aðstæður og ýmsar áskoranir eru fyrir hendi og þar felst einmitt styrkur okkar. Hvernig við leysum úr málunum eflir okkur og gefur lífinu lit. ÚR VÖR mun sýna hvernig fólk lifir lífi sínu á litlu stöðunum sem skipta svo miklu máli.

Á ÚR VÖR birtist reglulega efni sem tengist málaflokkum vefritsins auk þess sem lausapennar og aðrir senda af og til inn fróðlega pistla. Við vekjum athygli á greinakortinu, þar gefur að líta Íslandskort og eru umfjallanir okkar merktar inn á kortið.

ur-vor-background.jpg

Úr vör er frjáls, óháður og ópólitískur miðill og er mikil áhersla lögð á sjálfstæði starfsfólks. Starfsfólk hefur fullt ritstjórnarlegt sjálfstæði og mun samkvæmt því fylgja samvisku sinni, sannfæringu og siðareglum Blaðamannafélags Íslands við skrif sín fyrir miðilinn. Af því leiðir að starfsfólk þarf ekki að taka tillit til skoðana eða hagsmuna eigenda eða viðskiptamanna miðilsins í störfum sínum fyrir miðilinn.

bottom of page