top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Sýning í Sigurhæðum

  • ÚR VÖR
  • 9 minutes ago
  • 1 min read
Margrét Jónsdóttir spjallar við sýningargesti. Ljósmynd aðsend.
Margrét Jónsdóttir spjallar við sýningargesti. Ljósmynd aðsend.

Mikil aðsókn hefur verið á sýningu Margrétar Jónsdóttur, leirlistakonu í húsinu Sigurhæðum, en Margrét vann síðastliðið ár ný verk í samstarfi við Flóru menningarhús og eru verkin gerð sérstaklega fyrir Sigurhæðir. 


Í fréttatilkynningu frá forsvarsfólki Flóru menningarhúss segir að verk Margrétar séu hluti af heildarframsetningu staðarins í ár og eru innan um sögutengdar innsetningar, menningararfinn, sem og verk og vörur frá öðrum listamönnum og skapandi fólki. 


Í tilkynningunni segir jafnframt að um tvær verkaraðir sé að ræða hjá Margréti: Rammar úr postulínsleir og persónuskúlptúra úr steinleir. Verkin eru hluti af fjörtíu ára starfsafmæli Margrétar og má segja að þessi verk eigi sér engan líka og á sama tíma skapa sér skíra sérstöðu á ferli Margrétar. Um sölusýningu er að ræða.


Mjög mikil aðsókn hefur verið á sýninguna, en hún stendur til og með laugardagsins 11. október. Opið er í Sigurhæðum fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 9:00 -17:00 í ár og það er enginn aðgangseyrir. Best er að koma að Sigurhæðum upp eða niður fínu nýju tröppurnar við Akureyrarkirkju og svo eftir göngustíg að húsinu.


Þess má geta að Margrét var sjálf á staðnum síðastliðinn laugardag, þann 23. ágúst, þar var hún með smá spjall og leiðsögn um sýninguna. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér endilega þessa skemmtilegu sýningu.


Comments


bottom of page