top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Pólsk listahátíð á Egilsstöðum


Pólsk listahátíð, Egilsstaðir, Agnieszka Sosnowska, Sláturhúsið á Egilsstöðum, list, menning, Austurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verk eftir Agnieszka Sosnowska

Pólsk listahátíð hefst á morgun, nánar tiltekið föstudaginn 21.ágúst, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og mun standa yfir næstu tíu daga. Blaðamaður ÚR VÖR heyrði í Ragnhildi Ásvaldsdóttur, forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem sagði að hitað hefði verið upp fyrir hátíðina með kvikmyndasýningum, brúðuleikhús verkstæði, samræðum um réttindi erlends verkafólks á Íslandi og tónleikum að undanförnu.


Ragnhildur segist hafa fengið hugmyndina að pólsku listahátíðinni, sem ber nafnið „Vor / Wiosna“ skömmu eftir að hún tók við sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

„Ég bjó síðustu 10 ár í Noregi og þar er mikil vakning í kringum listir hins fjölbreytta hóps innflytjenda í Noregi og bæði yfirvöld menningamála, söfn og menningarstofnanir taka þátt í þessari vakningu og umræðu, auk þess sem ýmsir minni list-pródúsentar vinna markvisst að því að gera listasamfélagið fjölmenningarlegra.

Meðal þessara pródúsenta er TrAP (Transnational Art production) sem ég var svo heppin að fá kynnast og vinna með í nokkrum verkefnum og læra af þeirra vinnu.“ segir Ragnhildur.

Pólsk listahátíð, Grzegorz Łoznikow, Egilsstaðir, Sláturhúsið á Egilsstöðum,  list, menning, Austurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verk eftir Grzegorz Łoznikow

Að sögn Ragnhildar erum við hér á Íslandi kannski rétt að feta okkur í þessa átt og segir hún að kannski þurfum við að feta þennan stíg aðeins hraðar því ef okkar fjölmenningarsamfélag á að blómstra, þá þurfa raddir þeirra að heyrast innan menningar og listageirans. „Á Austurlandi er talsvert stórt samfélag pólskra innflytjenda og því fannst mér það tilvalið að byrja á að vinna að því að gera pólskt listafólk og listir sýnilegt hér. Þetta átti í byrjun bara að vera pínulítil hátíð, einskonar Pilot verkefni en ég ákvað snemma að fá inn kúrator sem þekkir bæði íslenskt og pólskt listalíf.“ segir Ragnhildur.

Ragnhildur réði Wiolu Ujazdowska sem sýningarstjóra og segir að eftir það hafi verkefnið vaxið og dafnað og bætir við að frábært sé að sjá hversu margir pólskir listamenn séu búsettir hér á landi. Hún segir að útgangspunkturinn hafi verið að velja listafólk sem býr og starfar á Íslandi eða hefur sterka tengingu við Ísland.
Pólsk listahátíð, Egilsstaðir, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Wiola Ujazdowska , list, menning, Austurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Sýningarstjóri listahátíðarinnar Wiola Ujazdowska.

Samkvæmt Ragnhildi er hópurinn sem Wiola hefur sett saman einstaklega fjölbreyttur og listgreinarnar spanna myndlist, tónlist, kvikmyndir og sviðslistir. Þeir listamenn sem taka þátt eru: Agnieszka Sosnowska ,Hubert Gromny Anna Pawlowska, Lukas Bury, Grzegorz Łoznikow, Anna Story, Magdalena Lukasiak, Staś Zawada og Wiola Ujazdowska


Það er óhætt að segja að framtakið sé frábært og væri gaman að sjá fleiri sveitarfélög taka upp þessa hugmynd. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér hátíðina, sem hefst líkt og áður kom fram á morgun, þann 21. ágúst og stendur yfir til lok mánaðarins.

Pólsk listahátíð, Egilsstaðir, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Anna Story, list, menning, Austurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verk eftir Anna Story


Kommentare


bottom of page