top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Þegar nóttin er á enda kemur dagur


La Traversée, Lorena Zillerueolo, Verksmiðjan á Hjalteyri, kvikmyndir, listasýning, list, menning, landsbyggðin, norðurland, úr vör, vefrit
Úr kvikmyndinni La Traversée eftir Lorena Zilleruelo frá árinu 2015 sem sýnd verður á sýningunni

Nýlega var opnuð sýning í Verksmiðjunni á Hjalteyri sem ber nafnið Þegar nóttin er á enda kemur dagur, eða á ensku After the end of the night comes the day. Á sýningunni, sem opnaði þann 30. maí síðastliðinn eru sýndar sjö kvikmyndir í eftir jafn marga listamenn í mismunandi lengd. Sýning mun vera opin fram að 19. júlí næstkomandi en um enga formlega opnun var að ræða þegar sýningin hófst og er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá 14:00 til 17:00 og einnig eftir samkomulagi. Það eru Uppbyggingarsjóður, Myndlistarsjóður og Hörgársveit sem styrkja komu listafólksins til landsins sem og sýninguna og eru sýningarstjórar þau Þorbjörg Jónsdóttir og Gústav Geir Bollason.


Listafólkið sem tekur þátt í sýningunni eru þau Maya Schweizer, Jean-Jacques Martinod, Beatriz Santiago Muñoz, Þorbjörg Jónsdóttir, Gústav Geir Bollason, Clémentine Roy, Mark W. Preston, Lorena Zilleruelo.


Verkin á sýningunni eru undir áhrifum frá þýska leikstjóranum Werner Herzog og segir í lýsingu sýningarinnar að Herzog leggi áherslu á að kvikmyndalistin eigi að stefna að „uppljómun“, einkum með dáleiðslu. Segir þar jafnframt að samkvæmt Herzog er sannleikurinn smíði, ferli, sem styðst við ofskynjanir, töfra og drauma. Hugmynd hans um „mannfræðilega kvikmyndagerð“ miðar að opinni nálgun á mannfræði raunveruleikans með því að afnema mörk á milli hlutlægni, sjálfsmyndar, natúralisma, skynsemi, skáldskapar og heimildamyndar. Í augum Werners Herzog er kvikmyndalistin einmitt þetta sjóntæki 20. aldarinnar, raunsæisfantasía, fljótandi heimur þar sem tíminn flæðir.

La Traversée, Lorena Zillerueolo, Verksmiðjan á Hjalteyri, kvikmyndir, listasýning, list, menning, landsbyggðin, norðurland, úr vör, vefrit
Úr kvikmyndinni La Traversée eftir Lorena Zilleruelo frá árinu 2015 sem sýnd verður á sýningunni
Að auki kemur fram í lýsingu sýningarinnar að Herzog hafi mótað eins konar fagurfræði þar sem kvikmyndalistin fær það allegoríska hlutverk að róa á hin djúpu mið sannleikans með „sköpun, stílfærslu og notkun ímyndunaraflsins. Þessi fagurfræði á einnig við um þær kvikmyndir sem sýndar eru á Þegar nóttin er á enda kemur dagur. Hreyfing þeirra myndar ferla, slóðir, flóttaleiðir sem gufa upp, brot hverfullar uppljómunar.

Verkin á sýningunni eru eftirfarandi:


Insolite eftir Maya Schweizer frá 2019, 12:16 mín.


La bala de Sandoval eftir Jean-Jacques Martinod frá 2019, 18 mín


La Cueva Negra eftir Beatriz Santiago Munoz frá 2013, 20 mín


Time Like Water eftir Þorbjörgu Jónsdóttur frá 2013, 7 mín


Carcasse eftir Gústav Geir Bollason og Clémentine Roy frá 2017, 61 mín


A Disctinction between Past and Future 2020 eftir Mark W. Preston frá þessu ári, 2020, 4.26 mín


La Traversée eftir Lorena Zilleruelo frá 2015, 45 mín


Við hvetjum fólk endilega til að kynna sér þessa spennandi sýningu og ekki síður Verksmiðjuna á Hjalteyri sem stendur neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð, en ÚR VÖR fjallaði einmitt um Verksmiðjuna í maí mánuði fyrir rúmu einu ári eins og sjá mjá hér.Comments


bottom of page