top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Náttúran fengið að vinna á húsinu


Verksmiðjan á Hjalteyri, Hjalteyri, Gústav Geir Bollason, list, úr vör, vefrit
Gústav Geir Bollason, forsprakki Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Ljósmynd Gústav Geir Bollason

Sumardagskráin í Verksmiðjunni á Hjalteyri hófst með listasýningum hófst í byrjun maí mánaðar síðastliðins. Sýningar fóru fyrst af stað í þessi gömlu verksmiðju árið 2008 og eru skipulagðar af Gústavi Geir Bollasyni ár hvert. Blaðamaður ÚR VÖR pantaði símaviðtal við Gústav á dögunum og spurði hann spjörunum úr um starfsemina í Verksmiðjunni og hvernið hún hefur þróast.


Gústav sagði undirrituðum að hann vilji gjarnan bjóða upp á meiri dagskrá á veturna, en sem stendur spanna sýningarnar frá maí mánuði og fram í október mánuð og opið er alla daga vikunnar nema á mánudögum. Gústav er fæddur og uppalinn hinum megin fjarðarins og er því frá þessum slóðum. Hann segist hafa komið til Hjalteyrar fyrir tuttugu árum síðan eftir að hafa búið lengi erlendis.

„Ég flutti hingað með konunni minni, okkur langaði að setjast að á landsbyggðinni og mig hafði langað lengi að gera eitthvað í einhverjum af þessum verksmiðjuhúsum og ég lét verða af því. Það var listafólk sem bjó hér á sínum tíma sem fór með mér í þetta.
Verksmiðjan Hjalteyri, Hjalteyri, Helene Garberg, list, úr vör, vefrit
Verk eftir Bjarna þór Pétursson. Kvikmyndainnsetning á sýningunni Brot úr línu í Verksmiðjunni 2018.Ljósmynd Verksmiðjan á Hjalteyri

„Ég sé um þetta til hliðar við mína eigin myndlist og hef lagt mikið í að koma þessu upp og koma þessu áfram og þetta hefur vaxið talsvert frá því að við fórum af stað.“ segir Gústav.

Gústav segir að verkin sem sýnd séu sé oft myndbandsverk og að það hafi verið lögð áhersla á þann miðil í gegnum tíðina. Hann segir að mikið sé um að fólk sem séu með sýningar í verksmiðjunni séu að vinna með lifandi myndir og hljóð og telur Gústav að þetta sé góður vettvangur fyrir þannig verk.

Hér tengist allt umhverfinu og þessu húsi sem náttúran hefur fengið að vinna aðeins á. Þetta var kapítalískt framtak áður sem verksmiðja, en núna eru þetta eins og rústir. Þetta hús var stórt í umhverfinu og með sterka tengingu við hafið. Svo setur maður þetta í stærra samhengi við það sem er að gerast í náttúrunni og það tengist oft þeim verkum sem hafa verið sýnd hér.“ segir Gústav.
Verksmiðjan Hjalteyri, Hjalteyri Doug Aitken, list, úr vör, vefrit
Verk eftir Doug Aitken "Diamond Sea" á sýningunni Oh, So Quiet í Verksmiðjunni 2018. Ljósmynd Verksmiðjan Hjalteyri

Verksmiðjan fór af stað í núverandi mynd rétt fyrir hrun. Þá var sett upp þar blönduð sýning alþjóðlegra listamanna og svo önnur sýning sem kallast Grasrót og var haldin um árabil í Reykjavík og svo gerð tilraun til að hafa hana á Hjalteyri. Gústav segir að í Verksmiðjunni sýni fólk sem búi hér á svæðinu, einnig fólk frá Reykjavík og svo erlendir aðilar. „Það er alþjóðlegur blær á þessu og þetta er alltaf á tilraunastigi. Það kemur talsvert af fólki hingað, þetta er ekki hefbundið stúdíó og þess vegna dregur þetta að. Það eru líka margir sem tengja við atvinnusögu hússins og það kemur fólk hingað sem er forvitið. Þannig að húsið hefur aðdráttarafl, það er engin spurning.

„Það er mismunandi hvernig fólk tekur þessu. Þetta er oft tilraunakennt og ekki það aðgengilegasta og oft fáum við sterk viðbrögð frá viðstöddum. Það er gaman að vera í þessari skapandi dínamík, það kemur oft eitthvað nýtt út úr þessu. “ segir Gústav.
Verksmiðjan Hjalteyri, Hjalteyri, Baldur Geir Bragason, list, úr vör, vefrit
Verk eftir Baldur Geir Bragason frá sýningunni "Við hlið" 2018 í Verksmiðjunni. Ljósmynd Verksmiðjan Hjalteyri

Gústav segist gjarnan vilja fá fleiri hópa af nemendum í Verksmiðjuna og þannig nýta húsnæðið betur yfir veturinn. Hann segir undirbúning varðandi það vera langt kominn en viðurkennir að það þurfi kannski aðeins meiri strúktur í það verkefni. „Það voru arkitektarnemar hér í mars mánuði síðastliðnum sem voru að vinna hluti inn í húsið. Svo verður aftur nemendahópur hér í haust, þannig að þetta er hægt og bítandi að vaxa og að fara í þá átt sem ég vil, að hafa meira yfir vetrarmánuðina hér. Svo er líka að aukast gæði þeirra verka sem sýnd eru. Fólk er oft líka að fara út fyrir sinn ramma og gera hluti sem það er ekki vant að gera og er alltaf skemmtilegt að sjá það.“ segir Gústav.


Að sögn Gústavs hefur Verksmiðjan fengið góðan fjárhagslegan stuðning frá Uppbyggingarsjóði og svo frá Myndlistarsjóði. Hann segir að aðilar sýni þessu skilning og stuðning og skilji hvert forsvarsmenn eru að fara. Sú staðreynd styrkir starfsemina að hans sögn. Gústav viðurkennir að hafa oft velt fyrir sér hver starfstitill hans ætti að vera þegar kemur að Verksmiðjunni, en hafi ekki enn fundið svar við því.

Verksmiðjan Hjalteyri, Hjalteyri, Ívar Brynjólfsson, list, úr vör, vefrit
Verk eftir Ívar Brynjólfsson "Bláfjöll" af sýningunni Minjar af mannöld í Verksmiðjunni árið 2018. Ljósmynd Verksmiðjan Hjalteyri

„Maður er hér að skipuleggja þetta, leita að fjármagni, vinna að uppsetningum og að sópa og skúra, þannig að maður gerir margt tengt þessu. Ég hef aldrei almennilega vitað hvað maður ætti að titla sig!“ segir Gústav að lokum og hefur greinilega gaman af þessu starfi.
Verksmiðjan Hjalteyri, Hjalteyri, Doug Aitken, list, úr vör, vefrit
Önnur mynd af verki eftir Doug Aitken " Diamond Sea" á sýningunni Oh, So Quiet í Verksmiðjunni árið 2018. Ljósmynd Verksmiðjan Hjalteyri.Comments


bottom of page