Tankurinn er útilistaverk í vinnslu á Þingeyri á Vestfjörðum sem mun nýtast sem útsýnispallur, hýsa vinnustofur og kennslu tengdri grunnskólanum í bænum. Tankurinn, sem áður var olíutankur fyrir skip bæjarins verður því heldur betur endurnýttur. Hugmyndin var kynnt og samþykkt á íbúaþingi vorið 2018 og er byggð á vinnu japanska arkitektsins Yasuaki Tanago. Tilgangur verkefnisins að tengja með áhrifaríkum hætti olíutankinn, sem tákn um atvinnusögu fiskiþorpsins, við náttúruupplifun almennings á Þingeyri. Með japanskri hönnun og grjóthnullungum úr Dýrafirði myndar verkið brú milli ólíkra menningarheima frá fortíð yfir í framtíð og verður listaverkið í raun fólkvangur sem verður opinn allt árið.
Þúsundþjalasmiðurinn Haukur Sigurðsson hefur gert nokkur skemmtileg myndbönd um verkefnið og má sjá eitt af þeim hér að ofan. Blaðamenn ÚR VÖR munu fara á stúfana á næstunni og spjalla við Wouter Van Hoeymissen, forsvarsmann verkefnisins. Þangað til geta lesendur séð fleiri myndbönd og kynnt sér málið á facebook síðu Tanksins: https://www.facebook.com/tankurthingeyri/
Texti: Aron Ingi Guðmundsson
تعليقات