top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Safnasafnið 25 ára


Safnasafnið, Svalbarðsströnd, norðurland, landsbyggðin, Sölvi Helgason, list, menning, sýning, 25 ára, úr vör, vefrit
Verk eftir Sölva Helgason úr sýningu Safnasafnsins

Safnasafnið á Svalbarðsströnd er ansi merkilegt safn og það fagnar 25 ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var ákveðið að sýna fjölbreytt úrval úr safneigninni og líkt og segir í fréttatilkynningu safnsins, með því skapað létt og leikandi flæði milli sala og hæða. Gróður leikur stórt hlutverk í sýningunum en einnig letur, umhverfismál, huldufólk, barnslegt hugarfar, kjarnar, innsæi og fagurfræði.

Á sýningunni eru kynnt verk eftir um 150 þekkta sem óþekkta höfunda til að flagga fjölbreytileika safneignarinnar. Sýningin er fjölbreytt og hér að neðan er reifað á hvað sýnt er í hverju rými samkvæmt fréttatilkynningu safnsins um sýninguna.

Í Miðrými eru sýnd verk listafólks sem vinnur að list sinni á Sólheimum í Grímsnesi og eru í eigu safnsins en Sólheimar fagna einmitt 90 ára afmæli í ár. Í anddyri eru teikningar og vatnslitamyndir Helenu Óskar Jónsdóttur af hestum og steinsteyptar höggmyndir Ragnars Bjarnasonar frá Öndverðarnesi.

200 ár eru síðan að Sölvi Helgason fæddist í Skagafirði og til að minnast þessara 200 ára tímamóta setur Safnasafnið upp sýningu á verkum hans í Vestursal, þar af eru 16 verk sem hafa aldrei verið sýnd áður. Í Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar er kyrtill sem Magnhildur Sigurðardóttir saumaði samkvæmt hugmyndum Sigurðar Guðmundssonar málara (1833-1874) sem hann setti fram árið 1870 til að stuðla að endurnýjun íslenska kvenbúningsins

Börnin í Leikskólanum Álfaborg á Svalbarðseyri sýna verk sín í Blómastofu. Í Suðurstofu er sýningin Í mannsmynd samanstendur með 50 verkum úr safneign sem öll tengjast manneskjunni í einhverri birtingarmynd. Í Austursal er sýningin Gróður jarðar og hugarflugs en þar hefur verið skapaður töfragarður úr verkum eftir 92 höfunda. Í bókastofu er sýningin Myndlýsingar með letri og upphafsstöfum úr gömlum handritum

Í Langssal er samsýningin Dökkt og ljóst með grænu, Hreinn Friðfinnsson vinnur með einkennilegan atburð sem gerðist í safninu og Magnús Logi Kristinsson sýnir ljósmyndir af gjörningum. Í Norðursölum er svo þrjár sýningar, Guðrún Bergsdóttir er með útsaumsverk, þar á meðal er fyrsta myndin sem hún saumaði út án forskriftar og sú nýjasta, Gunnhildur Hauksdóttir samdi hljóðverk að beiðni safnsins eftir uppdráttum að myndvefnaði eftir Jóhönnu Jóhannsdóttur og Níels Hafstein vekur athygli á vatnsskorti og óþægilegum staðreyndum um vistkerfi sjávar í verkum sínum.

Blaðamaður ÚR VÖR tók viðtal við Níels Hafstein þann 17. maí árið 2019, en hann og kona hans, Magnhildur Sigurðardóttir stofnuðu safnið árið 1995. Viðtalið má sjá hér. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér þessa merkilegu sýningu, en opið er í safninu alla daga frá 10:00 til 17:00 til 3. september næstkomandi.

Comments


bottom of page