top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Húsið sem talaði upp úr svefni


Balinn, listarými, list, menning, Þingeyri, Vestfirðir, landsbyggðin, listasýning, úr vör, vefrit, Emilie Dalum.
„Balinn listarými er tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt með engu rafmagni eða rennandi vatni.“ Ljósmynd Emilie Dalum

Listasýningin „Húsið sem talaði upp úr svefni“ er sýnd í listarýminu Balanum á Þingeyri fram á næstkomandi laugardag, eða nánar tiltekið þann 27. ágúst næstkomandi. Sýningin er hluti af The Factory 2022, sem fjallað var um hér í vefritinu nýlega, en hægt er að lesa allt um það hér: https://www.urvor.is/post/the-factory-2022

Um er að ræða sýningu sem leitast við að skapa sameiginlegan grundvöll fyrir sögur sem hafa glatast og nýjar leiðir til að finna þær aftur. Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum The Factory segir að listamennirnir sem taka þátt í sýningunni notast við ólíkar sem líkar leiðir til að fást við notaða hluti, frásagnir og tengingar milli þátíðar og nútíðar og listaverkin umbreyta merkingu þeirra yfir í nýjar sögur og strjálar minningar, allt umvafið heimili hússins.

Þeir listamenn sem taka þátt í sýningunni í Balanum eru eftirfarandi:


Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Ágústa Oddsdóttir og Emilie Dalum ásamt framlagi frá Sesselja Fanney Kristjánsdóttir og Ágústa Birna Kristjánsdóttir.

Balinn, listarými, list, menning, Þingeyri, Vestfirðir, landsbyggðin, listasýning, úr vör, vefrit, Emilie Dalum.
Verk eftir Emilie Dalum í Balanum á Þingeyri. Ljósmynd aðsend.

„Húsið sem talaði upp úr svefni“ er partur af sýningunni Umhverfing nr. 4. Markmið verkefnisins nr. 4 Umhverfing er ferðalag um Dali, Strandir og Vestfirði til að kynna menningu og náttúru með myndlist á hefðbundnum og óhefðbundum sýningastöðum og í samstarfi við nærsamfélagið á hverjum stað og skapa umræðu um tilgang lífs og lista segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Grunnhugmyndin er að sýna verk eftir myndlistarmenn sem búa eða eiga ættir eða tengsl að rekja til þessa landshluta.

Áður hafa verið haldnar sýningar í Balanum á Þingeyri sem tengst hafa sýningum Factory. Um er að ræða áhugaverðan sýningarstað, en svo vitnað sé aftur í fréttatilkynninguna þá segir þar að yfirgefin hús eða eyðibýli hafi mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð, þá hafa þau ávallt dregið til sín fólk. Balinn listarými er tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt með engu rafmagni eða rennandi vatni.

Jafnframt kemur fram í fréttatilkynningunni að húsið hafi verið byggt árið 1910 að Brekkugötu 8 á Þingeyri en hefur verið óíbúðarhæft og nærri ósnert í yfir tvo áratugi. Í samstarfi við listasýninguna The Factory í síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, var húsinu breytt í listagallerí árið 2019. Frá og með þessu ári mun galleríið starfa sem sjálfstæður vettvangur. Ætlunin er að skapa rými þar sem listamenn geta verið í stöðugu samtali við sögu hússins, arkitektúr þess og umhverfið í kring. Með því að tengja saman umhverfi landsbyggðarinnar og svæðisbundna þætti, er stefna Balans listarýmis að gera list aðgengilega og sýnilega fyrir alla, hvar sem þeir búa.

Balinn, listarými, list, menning, Þingeyri, Vestfirðir, landsbyggðin, listasýning, úr vör, vefrit, Emilie Dalum.
Verk eftir Emilie Dalum í Balanum á Þingeyri. Ljósmynd aðsend.

Húsið er eitt af nokkrum gömlum húsum sem saman mynda heildstæða þyrpingu húsa frá 19 öldinni. Þessi þyrping og landið í kring gekk eitt sinn undir nafninu Balinn og fólkið sem bjó í húsunum var “Balafólkið”.

Ein af balafókinu var Munda-á-Balanum en hún bjó í húsinu, hún lifði vel og lengi og bar ellina stolt, var með mikið grátt hár og föl á húð. Eitt sinn átti ung stúlka leið um þorpið en er hún kom heim þá var henni mikið niðri fyrir og átti erfitt með að útskýra hvers vegna, nema hún sagði “ég sá guð”. Þegar hún hafði róað sig þá fékkst stúlkan til að greina betur frá, sagðist hún hafa séð guð í glugga gamla bárujárns hússins neðar í götunni. Eftir smá bollaleggingar komst heimilfólkið að því að guð hlíti að vera Munda-á-Balanum að rína út í veðrið.

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page