top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

HIP Fest 2022


HIP festival, brúðulistahátíð, Hvammstangi, brúðuleikhús, list, menning, leiklist, landsbyggðin, úr vör, vefrit, Snara, Merlin brúðuleikhús
„ Brúðulistin er fjölbreytt og fornt listform sem stöðugt haslar sér meiri völl í menningarlífi landsins.“ Úr verkinu Snara eftir Merlin brúðuleikhús, ljósmynd aðsend.

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7 - 9. október næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að á hátíðina komi fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem munu bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur. Í ár er lögð sérstök áhersla á tengslamyndun og faglega þróun, samhliða frábærum sýningum fyrir almenning.

HIP Fest er einstök viðbót í menningarlíf landsmanna, enda eina brúðulistahátíð landsins. HIP Fest var valinn menningarviðburður ársins á Norðurlandi vestra árið 2020 og skipuleggjandi hátíðarinnar, Handbendi – Brúðuleikhús, er núverandi Eyrarrósarhafi, en Eyrarrósin eru verðlaun sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir að þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir á hátíðinni fyrstu tvö árin sem hún hafi verið haldin, hafi hún tekist einstaklega vel, við mikla ánægju þátttakenda og áhorfenda. Brúðulistin er fjölbreytt og fornt listform sem stöðugt haslar sér meiri völl í menningarlífi landsins. Á hátíðinni má líta fjölbreyttar sýningar fyrir alla aldurshópa, sem nýta sér öll blæbrigði listformsins.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér þessa spennandi hátíð betur, en miðasala fer fram á tix.is og dagskrá hátíðarinnar má gaumgæfa á heimasíðu hennar, www.thehipfest.com


Þess ber að geta að vefritið ÚR VÖR fjallaði um hátíðina í október árið 2020 og má lesa allt um það hér: https://www.urvor.is/post/brudulistahatid-a-hvammstangaComments


bottom of page