top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Brúðulistahátíð á Hvammstanga


HIP festival, brúðuleikhús, brúðulistahátíð, listahátíð, list, menning, leikhús, Hvammstangi, landsbyggðin, úr vör, vefrit
HIP festival fer fram dagana 9.-11. október næstkomandi. Ljósmynd HIP festival

Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Brúðulistahátíðin HIP hefst næstkomandi föstudag og stendur yfir dagana 9. - 11. október. Fram kemur í fréttatilkynningu um hátíðina að gripið verði til allra nauðsynlegra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóraboðið er varðar Covid 19 faraldurinn.


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir einnig að boðið verði upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum.

Verðlaunaleikhúsið Handbendi Brúðuleikhús stýrir brúðulistahátíðinni HIP á Hvammstanga sem haldin er annað hvert ár og samkvæmt fyrrnefndri fréttatilkynningu er boðið meðal annars upp á uppfærslur á litlum og miðlungsstórum verkum eftir heimafólk og alþjóðlega listamenn fyrir bæði börn og fullorðna, lifandi tónlistarviðburði, masterclass fyrir fagmenn og áhugasama um brúðugerð, sýningar og smiðjur fyrir börn og fullorðna, leikbrúðustuttmyndir og myndir í fullri lengd og fyrirlestra og viðburði til tengslamyndunar, þar á meðal UNIMA "focus group".

Handbendi brúðuleikhús hefur einnig verið með sýningar, viðburði og smiðjur á Íslandi og víðsvegar í heiminum, og öll vinna farið fram í vinnustofu brúðuleikhússins á Hvammstanga. Styrktaraðilar HIP eru: RANNÍS, Barnamenningarsjóður, Hótel Laugarbakki, UNIMA Íslands, Sjávarborg, Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Húnaþing vestra og eru meira en 60% viðburða hátíðarinnar ókeypis fyrir áhorfendur og má nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér: www.thehipfest.com


Hér er um afar áhugaverða hátíð um að ræða og hvetjum við áhugasama um að taka dagana 9. - 11. október næstkomandi frá og kíkja á Hvammstanga.

HIP festival, brúðuleikhús, brúðulistahátíð, listahátíð, list, menning, leikhús, Hvammstangi, Engi, Handbendi brúðuleikhús, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Engi eftir Handbendi brúðuleikhús. Ljósmynd HIP festival

COVID-19 YFIRLÝSING vegna hátíðarinnar:

„Heilsa og velferð íbúa, gesta og listamanna er okkar forgangsmál. Við höfum gripið til, og munum halda áfram að grípa til, allra nauðsynlegra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Eins og staðan er í dag þá uppfyllir HIP öll skilyrði. Skyldu aðstæður breytast hér á landi eða í upprunalöndum alþjóðlegra gestalistamanna, bregðumst við að sjálfsögðu við því.“Comentarios


bottom of page