top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Dagskrá Act Alone 2021


Act alone, einleikjahátíð, list, menning, leiklist, einleikur, Suðureyri, Vestfirðir, landsbyggðin, hátíð, úr vör, vefrir, Hidden People
Úr einleiknum Hidden people. Ljósmynd Act Alone

Nú er mánuður í að einleikjahátíðin Act alone á Suðureyri hefjist, en hátíðin er elsta leiklistarhátíð á Íslandi og hefur verið haldin árlega síðan 2004. Boðið er uppá þetta besta í eins manns listinni hverju sinni, einleiki, tónleika, myndlist og allskonar list. Aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis eins og verið hefur frá upphafi en það eru Sóknaráætlun Vestfjarða og Ísafjarðabær sem eru helstu styrktaraðilar hátíðarinnar


Við erum stolt af því að frumsýna hina glæsilegu dagskrá hátíðarinnar þetta árið, en hana má sjá hér að neðan. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána, taka dagana frá og láta þessa veislu ekki framhjá sér fara! Þess ber að geta að vefritið fjallaði um þessa einstöku hátíð fyrir tveimur árum síðan, en þá umfjöllun má sjá hér: https://www.urvor.is/post/act-alone-2019

Fimmtudagur. 5. ágúst

kl.18.01 HELVÍTIS ÆÐRULEYSIÐ, myndlistarsýning, íþróttamiðstöðin

kl.18.31 FISKISMAKK, UPPHAFSSTEF ACTSINS,VIÐ FSÚ

kl.19.01 ELSKUM ATVINNULAUSA LISTAMENN, einleikur á pólsku – 75 mín, FSÚ

kl.20.41 GUGUSAR, tónleikar – 40 mín, FSÚ

Kl. 21.41 BRÍET, tónleikar – 40 mín, FSÚ

Kl. 22.41 ÓSÝNILEGUR, einleikur – 37 mín, FSÚ

Fös. 6. ágúst

kl.18.46 SUGAR BABY, einleikur - 45 mín, FSÚ

kl.19.46 HIDDEN PEOPLE, einleikur á ensku – 40 mín, FSÚ

kl.20.46 97 MÍNÚTUR, einleikur – 40 mín, FSÚ

kl. 22.01 HERBERT GUÐMUNDSSON, tónleikar – 60 mín, FSÚ

kl.23.21 LALLI TÖFRAMAÐUR +18, uppistand – 40 mín, FSÚ

Lau. 7. ágúst

kl.12.12 SÖGUSTUND Í LANDNÁMSSKÁLA HALLVARÐS SÚGANDA

kl.14.01 LALLI OG TÖFRAMAÐURINN, töfrastund – 40 mín, VIÐ FSÚ

kl.14.51 SÓL Á SUÐUREYRI, húlla einleikur – 25 mín, VIÐ FSÚ

kl.15.31 FÍA FER Í FERÐALAG, leikskemmtun – 30 mín, VIÐ FSÚ

kl.16.01 – 18.01 Loftboltar og hoppukastali á Sjöstjörnu

kl.16.01 ARNAR JÓNSSON Á EINTALI, viðtalsstund – 55 mín, FSÚ

kl.18.46 DANCING TO, danssýning – 30 mín, FSÚ

kl.20.01 AUSA, einleikur – 55 mín, FSÚ

kl.21.41 HELLISBÚINN, einleikur – 70 mín, FSÚ

Kl.23.16 BETWEEN MOUNTAINS, tonleikar – 40 mín, FSÚ

Sun. 8. ágúst

Kl. 11.01 HÁTÍÐ Í TILEFNI FRAMKVÆMDALOKA SUÐUREYRARKIRKJU, kaffi í FSÚ á eftir.
Comments


bottom of page