top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

A! Gjörningahátíð 2022


A!Gjörningahátíð, gjörningar, list, menning, Akureyri, landsbyggðin, úr vör, vefrit, Olya Kroytor
Olya Kroytor með gjörninginn 2344 (Ariadne’s Tread) á hátíðinni í ár. Ljósmynd aðsend.

A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri dagana 6.-9. október síðastliðinn. Um er að ræða fjögurra daga alþjóðlega gjörningahátíð sem haldin er árlega, og var nú haldin í áttunda sinn og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis var inn á alla viðburði og er það Safnasjóður sem styrkir hátíðina. Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að 23 alþjóðlegir listamenn hafi tekið þátt í hátíðinni og koma þeir frá Króatíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Íslandi. Dómnefnd valdi verk úr hópi fjölbreyttra listamanna og voru gjörningar af öllum toga á dagskránni: myndlist, sviðslist, tónlist og ritlist. Þátttakendur hátíðarinnar voru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum. Að þessu sinni fóru gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Hlöðunni í Litla-Garði, Deiglunni, Kaktus, Eyjafjarðarsveit og á Ketilkaffi.


Þátttakendur þetta árið voru: Áki Sebastian Frostason, Dýrfinna Benita Basalan, Kaktus, Katrin Hahner, Olya Kroyter, Rashelle Reyneveld, Rösk, Tricycle Trauma, og Örn Alexander Ámundason.

Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þess má geta að A! Gjörningahátíð verður haldin næst 5.-8. október 2023. Vefritið hefur fjallað áður um hátíðina og má lesa allt um það hér: https://www.urvor.is/post/a-gjorningahatid-2021


Comments


bottom of page