top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Tvöhundraðogtíu sjúkrabílar


Michael Merkel, Tvöhundruðogtíusjúkrabílar, list, menning, listasýning, Deiglan, Gilfélagið, Akureyri, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verk eftir Michael Merkel. Ljósmynd aðsend.

Gestalistamaður mánaðarins hjá Gilfélaginu á Akureyri, Michael Merkel, opnar sýningu á verkum sínum í kvöld, föstudagskvöldið 27. september í Deiglunni. Sýningin verður svo einnig opin á morgun, laugardag og sunnudag frá klukkan 14:00 til17:00, en aðeins er um að ræða þessa einu sýningarhelgi.


Í fréttatilkynningu frá forsvarsfólki Gilfélagsins segir að Michael sýni verk af læknisfræðilegri efnisskrá sinni í Deiglunni. Á sýningunni verða teikningar byggðar á segulómunarmyndum (MRI) ásamt stóru safni hans af leikfangasjúkrabílum. Eins og titilinn gefur til kynna eru þetta verk með læknisfræðilegt þema og fjalla um varnarleysi, kreppu og leit að hjálp. Með notkun sinni á óhefðbundnum efnum og ólíkum listrænum nálgunum skoðar listamaðurinn táknmyndir sársauka og þjáningar.


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir jafnframt að Michael Merkel fæddist í borginni Dresden árið 1987. Hann lærði fyrst til myndskera, því næst lagði hann stund á þýskar bókmenntir, menningarfræði og listasögu í Dresden og Wrocław (B.A.). Þaðan lá leið hanns í frekara nám í myndlist við Listaakademíuna í Wrocław, Bauhaus háskólann í Weimar og Listaakademíuna í Dresden (Dipolma, Meisterschüler). Michael hefur unnið að margvíslegum verkefnum í gegn um tíðina og sýnt list sína margoft bæði í Þýskalandi og á alþjóðavettvangi. Merkel hefur hlotið fjölmarga námsstyrki og styrki vegna listrænna verkefna. Hann er einnig hluti af stjórnendahópi GEH8, lista- og menningarmiðstöðvar í Dresden, þar sem hann hefur umsjón með dagskrá og almannatengslum.


Við hvetum áhugasama um að kynna sér endilega þessu skemmtilegu sýningu.


Comments


bottom of page