top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Þriðja sýningin í Mǫrsugi 2022


Margrét Dúadóttir Landmark, Gallerí Úthverfa, Outvert Art Space, Ísafjörður, Vestfirðir, list, menning, listasýning, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Úr verkinu YOU EITHER DIE A HERO OR LIVE LONG ENOUGH eftir Margréti Dúadóttir Landmark.

Á morgun, fimmtudaginn 3. febrúar, opnar sýning Margrétar Dúadóttur Landmark YOU EITHER DIE A HERO OR LIVE LONG ENOUGH í Gallerí Úthverfu á Ísafirði, en hún er þriðja sýningin í sýningarröðinni MǪRSUGUR 2022. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Gallerí Úthverfu segir að Mǫrsugur sé þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Til að lýsa upp myrkrið munu fjórir listamenn varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðalstræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í tvo mánuði og sýningar listamannanna standa í 12 daga hver.


Hér að neðan má sjá dagsetningar á sýningum og nöfn listafólks sem sýna í Mǫrsugi í ár:


04.01 - 15.01 Ívar Glói

20.01 – 31.01 Sigrún Gyða Sveinsdóttir

*03.02 - 15.02 Margrét Dúadóttir Landmark*

17.02 - 28.02 Andreas Brunner


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir að Margrét Dúadóttir Landmark (f. 1996) sé myndlistarkona sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020 með viðkomu í Koninklijke Academie van Beeldende Kunsten í Hollandi.

Í list sinni raungerir Margrét tengslin á milli tvíræðninar og óáþreifanleikans sem einkennir hugmyndir annars vegar og gegnheilan áþreifanleika skynheimsins hins vegar, sem skapar skondna tilfinningu fyrir holdgervingu hins þversagnakennda sem slíks. Tengsl á milli óræðra hugmynda og fastmótaðs raunveruleika taka á sig hjákátlegar eða ómögulegar birtingarmyndir.

Verk hennar einkennast af ljóðrænum innsetningum og persónulegri sýn á ímyndasköpun í samtímanum.


Verkið YOU EITHER DIE A HERO OR LIVE LONG ENOUGH, er 44 mínútna langt myndbandsverk, sem er unnið út frá hugmyndinni um að eldast og hugmyndum barna um fullorðna. Margrét kemur bæði fram í verkinu sem barn og sem fullorðin kona. Við hvetjum áhugasama um að láta þessa athyglisverðu sýningu ekki framhjá sér fara.


Comentarios


bottom of page