top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Þar sem köttur hvílir...


Atli Pálsson, Þar sem köttur hvílir þar er heimili, Gallerí Úthverfa, Ísafjörður, list, menning, landsbyggðin, Vestfirðir, úr vör, vefrit
„Þeir horfa löngunaraugum út um gluggann á fuglana sem fljúga frjálsir. Kannski einn daginn komast þeir sjálfir á flug.“ Ljósmynd aðsend.

Laugardaginn 11. febrúar síðastliðinn var opnuð sýning á verkum Atla Pálssonar í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Þar sem köttur hvílir, þar er heimili‘‘ og stendur hún til sunnudagsins 5. mars næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum Úthverfu segir að myndlistarmaðurinn Atli Pálsson hafi útskrifast vorið 2020 frá Listaháskóla Íslands og að verk hans rýni oft í hversdagslegar athafnir og samfélagsleg gildi á húmorískan máta. Viðfangsefni eins og tilefnislaus verðlaun, persónulegir sigrar, ofurgestrisni og gjafmildi hafa verið í forgrunni verka hans, sem og persónusköpun.

Ofgnótt einkennir oft framsetningu þessara hugmynda. Undanfarið hefur Atli beint sjónum sínum að heimilinu í verkum sínum í seríu sem kallast “Vistarverur”. Sýningin “Þar sem köttur hvílir, þar er heimili” er ákveðið framhald af vangaveltum um umhverfi og andrúmsloft sem myndast getur í heimilisrýminu. Á sýningunni er áhorfandanum boðið að kynnast hópi katta inni á heimili þeirra. Þeir horfa löngunaraugum út um gluggann á fuglana sem fljúga frjálsir. Kannski einn daginn komast þeir sjálfir á flug.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér endilega þessa sýningu áður en henni lýkur.



Comments


bottom of page