top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Sundkýrin Sæunn verðlaunuð


Á dögunum var barnabókin um sundkúna Sæunni að hljóta Barnabókaverðlun Reykjavíkurborgar í flokknum myndlýstar barnabækur. Það var Freydís Kristjánsdóttir sem myndlýsti þannig að ævintýrið lifnaði við á síðum bókarinnar.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: "Sundkýrin Sæunn byggir á sönnum atburðum og segir frá því þegar leiða átti kúna Sæunni til slátrunar en kýrin sleit sig lausa og synti yfir Önundarfjörð. Það getur verið erfitt að átta sig á hvað dýr raunverulega skilja og skynja, en sagan af sundkúnni Sæunni fær lesandann svo sannarlega til að hugleiða það. Myndir Freydísar eru listilega unnar, hrífandi og vinna vel með textanum og hvort tveggja vísar á skemmtilegan hátt í sígildar íslenskar barna- og þjóðsögur. Myndstíllinn er klassískur, í raunsæisstíl, unninn með vatns-/gvasslitum og ber færni Freydísar vitni. Hún hefur frábært vald á þeim miðli sem hún hefur valið sér og um leið mikla næmni við að túlka dýr og menn."


Í umsögn um bókina á vef bókabúð Forlagsins segir að Sundkýrin Sæunn sé byggð á sannri sögu frá 1987 af kú sem bjó á bóndabæ í Önundarfirði. Þegar bóndinn á bænum gekk brúnaþungur einn dag um fjósið og valdi nokkrar af hans kúm til að senda í sláturhús, þá varð söguhetjan bókarinnar ein af þeim sem teymdar voru upp á vörubíl og lögðu af stað í sláturhúsið á Flateyri. En hún var þó ekki alveg á því að þetta ætti að enda svona og nú var að hrökkva eða stökkva!


Það var Eyþór Jóvinsson, bóksali á Flateyri, sem skráði söguna og bókina prýðir fjöldi afar glæsilegra litmynda sem gæðir söguna lífi eftir fyrrnefnda Freydísi Kristjánsdóttur.


Hægt er að nálgast eintak af bókinni inn á vefverslun Gömlu Bókabúðarinnar, en bókin var gefin út síðastliðið haust: www.GamlaBokabudin.is


Texti: Aron Ingi Guðmundsson


bottom of page