top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Startup Westfjords 2020


Nýsköpunarhemill, Startup Westfjords 2020, Blábankinn, Þingeyri, Dýrafjörður, frumkvöðlastarf, nýsköpun, landsbyggðin, Vestfirðir, Haukur Sigurðsson, úr vör, vefrit
Þáttakendur geta fengið innblástur frá umhverfi og náttúru Dýrafjarðar. Ljósmynd Haukur Sigurðsson

Nýsköpunarhemillinn Startup Westfjords fer fram í þriðja sinn dagana 12. - 18. október næstkomandi í Blábankanum á Þingeyri á Vestfjörðum og verða allt að 12 þátttakendur valdir til að taka þátt í þessari spennandi vinnustofu sem er ætluð frumkvöðlum með viðskiptahugmynd eða nýsköpunarverkefni.


Fram kemur í fréttatilkynningu frá Blábankanum að boðið sé upp á vikulanga vinnustofu og leiðsögn frá reyndu fólk úr fyrirtækjum og verkefnum á mismunandi sviðum. Þar segir að þau munu veita dýrmæta þekkingu og innsýn í þróun og stjórnun viðskiptahugmynda. Hefðbundnir nýsköpunarhraðlar eru þekktir fyrir að undirbúa frumkvöðla fyrir öran vöxt og mikinn hraða í samkeppnisumhverfi, en Startup Westfjords er frábrugðið á róttækan hátt.

Þökk sé fjarlægðinni, stórbrotinni náttúru og kyrrðinni fá  þátttakendur tækifæri til að stíga út úr sínu daglega flæði og vinnuaðferðum, hægja á sér (orðið hemill kemur héðan), anda að sér streitulausu andrúmslofti og menningu Þingeyrar.

Sem sagt frábærar aðstæður til að fá innblástur, ná fókus og vera skilvirkur.

Auk þess segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu að vinnustofan muni veita þjálfun í viðskiptalegum og fjárhagslegum þáttum frumkvöðlastarfsemi en einnig í hinni mannlegu hlið nýsköpunarverkefna, með leiðsögn um seiglu, viðbrögð við kreppum og skilvirkar leiðir til að koma verkefnum í gegnum mörg stig hennar.

Nýsköpunarhemill, Startup Westfjords 2020, Blábankinn, Þingeyri, Dýrafjörður, frumkvöðlastarf, nýsköpun, landsbyggðin, Vestfirðir, Arnar Sigurðsson, úr vör, vefrit
Nýsköpunarhemillinn í október næstkomandi verður sá þriðji sem haldinn er í Blábankanum á Þingeyri. Ljósmynd Arnar Sigurðsson.

Blábankinn á Þingeyri er orðin landsþekkt nýsköpunar-/samfélagsmiðstöð og vinnurými sem býður upp á nútímalegan og þægilegan stað fyrir vinnustofuna þar sem þátttakendur munu finna rými til að vinna, skiptast á hugmyndum og blása lífi í verkefni sín.


Þeir þáttakendur sem verða valdir til að taka þátt í vinnustofunni fá kennslu og gistingu án endurgjalds sem og vinnurými. Í fréttatilkynningu Blábankans er vakin athygli á að

Í fréttatilkynningu Blábankans er vakin athygli á að tekið er á móti alls kyns verkefnum frá sprotafyrirtækjum, teymum eða einstaklingum og eru umsækjendur hvattir til að leggja fram nýjar hugmyndir sem bjóða upp á snjallar lausnir á áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í tækni, samskiptum og félagslegum samskiptum, með sérstaka áherslu sjálfbærni þeirra.

Leiðbeinendur þetta árið verða þau:


Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður

G. Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs

Stefán Þór Helgason, í ráðgjafateymi KPMG

Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, forstöðumaður Fab Lab á Ísafirði

Nýsköpunarhemill, Startup Westfjords 2020, Blábankinn, Þingeyri, Dýrafjörður, frumkvöðlastarf, nýsköpun, landsbyggðin, Vestfirðir, Arnar Sigurðsson, úr vör, vefrit
Vinnuaðstaðan í Blábankanum er svo sannarlega til fyrirmyndar og ekki skemmir útsýnið fyrir. Ljósmynd Arnar Sigurðsson.

Startup Westfjords er styrkt af 66° Norður, Arctic Fish, Kerecis, KPMG, með fjármagni frá Vestfjarðastofu og verkefninu „Öll vötn til Dýrafjarðar“. Við hvetjum áhugasama uma ð kynna sér þetta og sækja um, en umsóknarfrestur er til 31. ágúst næstkomandi og hægt er að sækja um á www.startupwestfjords.is, auk þess sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá Blábankanum.


Þess má geta að ÚR VÖR fjallaði hugmyndina á bakvið nýsköpunarhemil Blábankans í maí mánuði á síðasta ári og einnig birtist umfjöllun um nýsköpunarhemil síðasta árs í september mánuði á síðasta ári, en hægt er að lesa um það hvort tveggja hér: https://www.urvor.is/post/nyskopunarhemill-2019 og hér: https://www.urvor.is/post/nyskopunarhemill-2019-1



bottom of page