top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Að hægja til að hraða


Blábankinn, nýsköpunarhraðall, nýsköpunarhemill, Þingeyri, Dýrafjörður, nýsköpun, landsbyggðin, Vestfirðir, Elvira Martos Barrios, úr vör, vefrit
Vinnuaðstaðan í Blábankanum er til fyrirmyndar og ekki skemmir útsýnið fyrir. Ljósmynd Elvira Martos Barrios

Einhverjum kann að þykja Þingeyri í Dýrafirði vera svolítið á hjara veraldar enda má með sanni segja að 250 manna samfélag teljist seint stórt á alþjóðlegum mælikvarða. Við höfum líka vanist því að horfa á stórborgir sem suðupott hugmynda og tækifæra enda hafa þær lengi verið leiðandi í iðnaði og tækniþróun. En smæðin hefur uppá að bjóða ýmislegt sem borgir geta ekki boðið og eru æ fleiri sem þykir eftirsóknarvert að sækja smærri staði heim, til að upplifa sterkari tengsla við samfélagið og náttúruna.

Nýsköpunardvöl Startup Westfjords á Þingeyri en nú haldin í annað skiptið en það er samfélags- og nýsköpunarmiðstöðin Blábankinn sem stendur að því. Nýsköpunardvalir má finna víða um heim þar sem fólki boðið að komast um stund úr áreiti hversdagsins og dvelja þar sem færi gefst á að vinna af fullum krafti og einbeitingu að verkefnum og/eða sprotafyrirtækjum.

Boðið er uppá innspýtingu frá leiðbeinendum og stundum fjármagni og er með því reynt að hraða ferlinu og ýta verkefninu hressilega áfram. Þesskonar nýsköpunardvalir eru jafnan kallaðar hraðlar (e. accelerator).

Blábankinn, nýsköpunarhraðall, nýsköpunarhemill, Þingeyri, Vestfirðir, Dýrafjörður, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Veðrið hægði líka á sér á dögunum í takt við nýsköpunarhemilinn. Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Nýsköpunardvöl Blábankans á margt sameiginlegt með þessu módeli en er þó í grunninn ólík þar sem lagt er upp með gagnstæða nálgun, þ.e. ekki að hraða heldur að staldra við, taka stöðuna, og í raun að hægja á til að geta haldið áfram með markvissari hætti. Takmarkið er það sama, en þessa nálgun getum við kallað hemil (e. decelerator).

Þessi aðferðarfræði hefur fengið góðan hljómgrunn og fellur vel að þeim styrkleikum sem búa í smæð lítilla staða.


Um 100 umsóknir bárust um þátttöku í hemlinum en af þeim voru átta verkefni valin, sem voru jafnt íslensk sem alþjóðleg. Verkefnin eru af ólíkum toga en þar má nefna sprotafyrirtækið The Seed sem vinnur að stafrænum lausnum til að gera aðlögun flóttafólks að vinnumarkaðnum skilvirkari og gegnsærri, Sköpunarmiðstöðina Djúpið í Bolungarvík sem mun ýta undir sjávartengda nýsköpun, forrit fyrir hönnuði og arkitekta sem aðstoðar við að áætla flæði fólks og stýra ágangi á náttúru á vinsæla ferðamannastaði, og Fantastic Fjords frá Suðureyri sem bjóða uppá óhefðbundnar ferðir fyrir litla hópa um Vestfirði.

Blábankinn, nýsköpunarhraðall, nýsköpunarhemill, Þingeyri, Dýrafjörður, Vestfirðir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Margir áhugaverðir fyrirlestrar eru haldnir í Blábankanum í tengslum við nýsköpunarhemilinn. Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir.

Einnig má nefna verkefni um samhliða framþróun laxeldis og atvinnutækifæra tengd afurðum, framtíð héraðsskólans Núps í Dýrafirði, þróun í persónuöryggi með notkun tækni sem kallast bálkeðjur (blockchain), og verkfæri fyrir gistiþjónustur til að gera áætlanir um framtíðar heimsóknir með hjálp ópersónugreinanlegra gagna.


Fyrstu viku nýsköpunardvalarinnar er að ljúka þar sem boðið hefur verið uppá skipulagða dagskrá af fyrirlestrum frá íslenskum og erlendum leiðbeinendum í bland við dægrastyttingar sem ýta undir afslöppun og vellíðan.

Þátttakendur hafa tekið vel í morgunstund og kaffispjall í sundlauginni, útivist, göngur og hugleiðslu, og ekki má gleyma smölun sem verður að teljast nokkuð einstæð reynsla fyrir þá sem ekki þekkja slíkt.
Blábankinn, nýsköpunarhraðall, nýsköpunarhemill, Þingeyri, Dýrafjörður, nýsköpun, Vestfirðir, landsbyggðin, Elvira Martos Barrios, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, úr vör, vefrit
Ógrynni er af skemmtilegum gönguleiðum í Dýrafirði. Ljósmynd Elvira Martos Barrios

Seinni tvær vikur dvalarinnar sem nú fara í hönd eru ætlaðar sem svigrúm til að vinna úr þeim upplýsingum og hugmyndum sem kviknað hafa svo verkefnin hafi skýr næstu skref þegar dvölinni lýkur.


Óhætt að segja að „suðupottur hugmynda og tækifæra“ einskorðast nú ekki lengur við stórborgir og hér í okkar litla samfélagi höfum við skapað okkar eigið hugmyndaþorp.Comments


bottom of page