top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

„Gleðin tók völdin hjá barnahópnum“


Söngleikur, Söngvaseiður, Bolungarvík, Dóra Jónasdóttir, Ásgeir Helgi Þrastarsson, leiklist, list, menning, landsbyggð, Vestfirðir, úr vör, vefrit
Dóra Jónasdóttir, leikstjóri, fyrir miðju í efstu röð, með leikhópnum úr Söngvaseiði. Ljósmynd Ásgeir Helgi Þrastarsson

Leiklistarhópur Dóru Jónasdóttir setti upp söngleikinn Söngvaseið í Félagsheimili Bolungarvíkur í nóvember mánuði síðastliðnum. Það var einmitt í þeim mánuði fyrir 60 árum síðan sem Sound of Music, eða Söngvaseiður, einn vinsælasti söngleikur allra tíma var fyrst sýndur á sviði. Kvikmynd með sama nafni var frumsýnd árið 1965 sló öll aðsóknarmet.


Blaðamaður ÚR VÖR heyrði í leikstjóra sýningarinnar, Halldóru Jónasdóttur, eða Dóru eins og hún er gjarnan kölluð, á dögunum og fékk að heyra hvernig gekk. Dóra segir að að mjög vel hafi gengið með sýningarnar, um var að ræða sex sýningar og var nánast uppselt á þær allar að sögn Dóru. Þrjátíuogeinn leikari kom að sýningunni, sá yngsti sex ára og elsti 16 ára og voru þetta allt börn af svæðinu. Dóra sem er sjálf að vestan, setti einmitt upp söngleikinn Mathilda fyrir tveimur árum síðan við góðar undirtektir, en um var að ræða lokaverkefni hennar í BA námi í grunnskólakennslu með leiklist sem kjörsvið.

„Við frumsýndum þann 21. nóvember sem var engin tilviljun, því fyrir tíu árum síðan var frumraun mín í þessu starfi. Þá tók ég og tveir vinir mínir að okkur að vera með leiklistarhóp í grunnskólanum í Bolungarvík. Við það tilefni settum við upp stutt atriði úr Söngvaseið og mér fannst því tilvalið að gera þetta tíu árum seinna.

„Það er fyndið að segja frá því að aðalleikonan var einmitt í sama kjól og aðalleikonan var í fyrir tíu árum síðan.“ segir Dóra og hlær.

Söngvaseiður, söngleikur, leiklist, list, menning, Bolungarvík, Vestfirðir, landsbyggðin, Dóra Jónasdóttir, Ásgeir Helgi Þrastarsson, úr vör, vefrit
Sex sýningar voru settar upp í Bolungarvík og var nánast uppselt á þær allar. Ljósmynd Ásgeir Helgi Þrastarsson

Dóra stóð og ströngu á dögunum og sá um nánast allt sem kemur að sýningunni. Hún þýddi verkið, leikstýrði, stjórnaði hljóði, ljósi og tók einnig upp sýninguna. Svo fékk hún hjálp hjá ömmu sinni sem saumaði heilt sett af búningum. „Amma mín er 86 ára og saumaði sjö eintök af öllu fyrir hvert barn og var að stækka og minnka svo ef ekki passaði, var í heilmiklum saumaskap í allt haust og þetta hjálpaði mér auðvitað mjög mikið. Svo var einnig mikil hjálp í því að foreldrar voru dugleg að aðstoða við að passa barnahópinn á æfingum og sýningum. Félagsheimilið er stórt hús með mörgum krókum og kimum og ég gat ekki verið ein að hlaupa um allt hús. Á sýningunum sat ég bara aftast og sá um hljóðið á meðan foreldarnir voru duglegir að aðstoða við að skipta um leikmuni og passa að allt gengi vel fyrir sig.“ segir Dóra.


Að sögn Dóru var mikið sett upp af leikritum og söngleikjum í Bolungarvík þegar hún var yngri. Hún segir að bæði leikklúbburinn á Ísafirði sem og leikfélagið í Bolungarvík hafi sett upp verk en síðar hafi ekki mikið verið um uppsetningar á verkum. Að sögn Dóru eru reyndar alltaf settar upp sýningar í Menntaskólanum á Ísafirði, en grunnskólinn setur orðið í dag bara upp eitt verk, en áður fyrr var þetta mikið meira og metnaðarfyllra.

Söngvaseiður, söngleikur, leiklist, list, menning, Dóra Jónasdóttir, Ásgeir Helgi Þrastarsson, Vestfirðir, Bolungarvík, landsbyggðin, úr vör, vefrit
60 ár eru síðan söngleikurinn Sound of Music, eða Söngvaseiður var fyrst sýndur við afar góðar undirtektir. Ljósmynd Ásgeir Helgi Þrastarsson.

Dóra segir að samfélagsáhrifin við að setja upp svona sýningu séu mikil.

Sumir krakkana hafa ekki mikinn áhuga á íþróttum, þeim vantar einhverja afþreyingu. Einhverjir foreldrar sögðu mér að þetta hefði bjargað haustinu hjá börnunum þeirra, þeim liði svo vel að taka þátt í þessu. Og sumir af krökkunum sögðu að þau vissu ekki hvað þau ættu að gera þegar þetta var búið. Það vantar auðvitað eitthvað annað en íþróttir sem afþreyingu, það er hægt að fara í kór og tónlistarskólann en það er samt svo lítill hluti af vikunni sem fer í það.“ segir Dóra.

Samkvæmt Dóru er afar gefandi að sinna þessu starfi og segir hún að skemmtilegast hafi verið að sjá krakkana leikana í annað sinn þegar þau voru minna stressuð. „Fyrst voru þau stressuð og óörugg og á frumsýningunni voru einhverjir sem rugluðust. Þegar þau léku í annað skiptið þá voru þau glaðari og minna stressuð, gleðin tók völdin hjá barnahópnum, sem var afar gaman að sjá.“ segir Dóra að lokum.

Söngvaseiður, söngleikur, leiklist, list, menning, Dóra Jónasdóttir, Ásgeir Helgi Þrastarsson, Vestfirðir, Bolungarvík, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Leikararnir í uppsetningunni voru þrjátíuogeinn talsins á aldrinum sex til sextán ára


Comments


bottom of page