top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Hugmyndaauðgi og kraftur

Sköpunarmiðstöðin var sett á laggirnar árið 2011 af hópi fólks sem stofnaði samvinnufélag utan um kaup á gamla frystihúsi Stöðvarfjarðar. Hópurinn sem veitir verkefninu forstöðu, samanstendur af kröftugu þríeyki, Unu Sigurðardóttur, Vincent Wood og Rósu Valtingojer. Þau í sameiningu halda utan um allan rekstur, skiplag og annast allar framkvæmdir sem gerðar hafa verið.


Una, Vincent og Rósa hafa frá upphafi og eru en þann daginn í dag, í sjálfboðastarfi til þess að halda rekstrinum gangandi.

Sköpunarmiðstöðin er samstarfs- og samfélagsverkefni þar sem markmiðið er að byggja á sjálfbærum verkefnum, samnýtingu á aðstöðu, skapandi störfum og því að búa til stað þar sem hægt er að koma saman menningu, nýjum hugmyndum og skapandi fólki til þess að njóta menningar og atvinnu í sem víðasta formi.
Sköpunarmiðstöðin, Stöðvarfjörður, fish factory, úr vör, vefrit
Sköpunarmiðstöðin var sett á laggirnar árið 2011. Ljósmynd Sköpunarmiðstöðin

Gríðarlega mikil vinna hefur verið lögð í að gera upp húsnæðið sem hafði orðið fyrir miklum skemmdum vegna viðhaldsleysis, en til hafði staðið að rífa húsið áður en ákvörðun var tekin um að reyna að nýta húsnæðið áfram og glæða það nýju lífi.

Einn meginn tilgangur Sköpunarmiðstöðvarinnar, er reyna að sporna við fólksflótta frá Stöðvarfirði og ýta undir þann möguleika að laða að nýtt fólk sem sest að í samfélaginu. Íbúum bæjarins fækkaði gríðarlega þegar frystihúsinu var lokað og hafði það bein áhrif inn í allt samfélagið, önnur fyrirtæki fylgdu á eftir frystihúsinu og lokuðu eða lögðu niður starfsemi sína á borð við netaverkstæðið, bankann og kaupfélagið. Framtíð grunnskólans var í hættu og minnkaði fólksfjöldinn nánast um helming.

Því kom þetta nýstárlega tilraunaverkefni sem er með áherslu á byggðarþróun sér vel fyrir þetta litla samfélag, sem þurfti mikið á nýjum vindum að halda.

Sköpunarmiðstöðin, Stöðvarfjörður, fish factory, úr vör, vefrit
Margskonar vinnustofur eru í boði. Ljósmynd Sköpunarmiðstöðin

Miðstöðin er hugsuð sem staður þar sem uppbyggingarafli er gert kleyft að blómstra. Lögð hefur verið áhersla fyrst og fremst á listir en einnig á svið menntunar, endurmenntunnar, menningar og atvinnusköpunar. Þar er boðið uppá margskonar vinnustofur og vinnusvæði þar sem lítil verkefni geta blómstrað og búið til skapandi störf. Þar eru líka haldnir ýmiskonar menningarviðburðir og tónleikar, ásamt því að þar er rekin gestavinnustofa allt árið um kring.

Miðstöðin styður við lítil verkefni sem eru atvinnuskapandi eins og hægt er, en sem dæmi um það er lán fyrir byrjunar kostnaði á efnislager og lág leiga á meðan verkefnin eru að komast í gang og skila hagnaði.

Ein helsta tekjuöflun miðstöðvarinnar er gestavinnustofa fyrir listafólk, en á hverju ári dvelja um 70 manns þar. Unnið er að því að bæta þessa aðstöðu en einna helst er verið að reyna að koma húsnæðiskostum fyrir listamennina í betra horf, en í dag leigir miðstöðin tvo einbýlishús í bænum þar sem gestalistamenn dvelja á meðan þeir sinna sínum störfum í vinnustofudvölinni.

Sköpunarmiðstöð, Stöðvarfjörður, gestavinnustofa, fish factory, úr vör, vefrit
Notalegt andrúmsloft er í íbúðunum fyrir listamennina. Ljósmynd Sköpunarmiðstöðin.

Listamennirnir koma og dvelja flestir frá einum og upp í sex mánuði í einu og hafa þessir einstaklingar bein áhrif inn í samfélagið. Áhrifum þeirra gætir víða, ekki eingöngu með listsköpun sinni og þekkingu, sem þeir deila og auðga listalíf og menningu sinni með okkur Austfirðingum, heldur einnig með því að nota þá þjónustu og verslun sem á svæðinu eru.

Nýjasta viðbótin við Sköpunarmiðstöðina er síðan Stúdíó Síló. Hljóðverið er mjög glæsilegt og stendur tónlistarfólki það til boða aðstaða hjóðversins með svipuðum hætti og önnu aðstaða í miðstöðinni. Hljóðverið mun hafa jákvæð áhrif fyrir austurland, þar sem tónlistarfólk kemur á svæðið og mun án efa glæða Stöðvarfjörð og nágrenni fjölbreyttara tónlistarlífi. Boðið er einnig upp á tónlistar- og upptökunámskeið sem ýtir undir menntun fólks á þessu sviði á Austurlandi.

Sköpunarmiðstöðin, Stöðvarfjörður, fish factory, úr vör, vefrit
Skemmtilegt andrúmsloft á tónleikum. Ljósmynd Sköpunarmiðstöðin

Sköpunarmiðstöðin er mikilvægur partur af almennri uppbygginu og atvinnuþróun fyrir austurland, ýtir undir nýsköpun í atvinnu og eykur möguleikan á að fá nýja bæjarbúa í Fjarðabyggð.

Hugmyndaauðgi og kraftur fólksins á bak við Sköpunarmiðstöðina er til fyrirmyndar. Er þetta gott dæmi um það hvernig íbúar lítilla samfélaga geta nýtt hugmyndir og aðstöðu í húsnæði sem annars væri ónýtt eða búið að rífa, til þess að búa til uppbyggilegt, jákvætt og atvinnuskapandi tækifæri fyrir samfélagið sitt.
Sköpunarmiðstöðin, Stöðvarfjörður, fish factory, úr vör, vefrit
Góð aðstaða er fyrir hendi til að sinna ýmiss konar verkefnum. Ljósmynd Sköpunarmiðstöðin



Comments


bottom of page