top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Smiðurinn sem varð hönnuður: Leiðin heim


Rubén Chumillas, letur, leturgerð, grafískur hönnuður, list, Þingeyri, Vestfirðir, Dýrafjörður, Blábankinn, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, landsbyggðin, úr vör, vefrit, Clara Lozano
Grafíski hönnuðurinn Rubén Chumillas. Ljósmynd Clara Lozano.

Rubén Chumillas er grafískur hönnuður frá Spáni sem starfað hefur síðustu mánuði í samfélags- og nýsköpunarmiðstöðinni Blábankanum á Þingeyri. Frá því að hann kom í lok janúar hefur hann meðal annars upplifað íslenskt þorrablót, sérlega harðan vetur og mikla einangrun vegna heimsfaraldurs, en Rubén brosir bara og gæti ekki verið ánægðari. „Ég er úr litlu þorpi sjálfur svo lífið hérna á Þingeyri kemur mér ekki á óvart. Ég kom reyndar líka vel undirbúinn þegar kemur að útivistafatnaði og það hefur sannarlega komið sér vel“.

Þegar Rubén ákvað að koma í Blábankann var það eftir ábendingu vinar sem hafði einmitt gert slíkt hið sama. Rubén var þá sjálfur á tímamótum en hann hafði búið um langt skeið í Madríd og starfað þar fyrir stóra bókaútgáfu. En það var eitthvað við stórborgarlífið sem honum féll ekki í geð og hann þráði að komast frá ys og þys borgarinnar.

Rubén er fæddur í El Herrumblar, rúmlega 500 manna þorpi í héraðinu Castilla-La Mancha sem er stórt landbúnaðarhérað þekkt fyrir vín- og ólívuekrur, vindmillur og er einnig sögusvið hinnar þekktu skáldsögu Cervantes, Don Quixote. Faðir Rubéns rak lítið byggingarfyrirtæki í þorpinu en þegar lítið var um vinnu tók fjölskyldan sig upp og flutti til Kanaríeyja. Þau stöldruðu ekki lengi við í það skiptið en áttu eftir að búa þar síðar með hléum, síðast þegar bræðurnir voru 18, 19 og 24 ára. Þá fluttu foreldrar þeirra til baka í þorpið en þeir urðu eftir og unnu áfram við byggingarvinnu.


„Það er kannski ótrúlegt en við bræðurnir vorum mjög ábyrgðarfullir og gleymdum okkur ekki í skemmtanalífinu á Tenerife. Líklega voru foreldrar okkar hrædd um að við myndum ekki taka lífið alvarlega“ segir hann og hlær og bætir við „en þau sýndu okkur það traust að bera ábyrgð á okkur sjálfum og við stóðum undir því trausti“.

Ruben Chimallas, letur, leturgerð, Þingeyri, Dýrafjörður, Blábankinn, Vestfirðir, landsbyggðin, nýsköpun, list, Arnhildur Lilý Karlsdóttir
Rubén hefur notið menningar og náttúru Dýrafjarðar og hefur nýtt dvölina sem innblástur fyrir þau verkefni sem hann hefur verið að vinna að. Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Þetta veganesti reyndist vel út í lífið en þegar Rubén var 27 ára gamall og hafði átt farsælan feril sem smiður ákvað hann að vinda kvæði sínu í kross. Smiðurinn Rubén lagði byggingarvinnuna á hilluna og hélt til Madrídar til að láta draum sinn um nám í grafískri hönnun rætast. Allt virðist leika í höndunum á honum því eftir útskrift hefur hönnuðurinn Rubén einnig átt færsælan ferli.

Árið 2018 hlaut hann tilnefningu til Grammy verðlaunanna í flokki vöruhönnunar fyrir plötuumslag sem hann hannaði fyrir hljómsveitina Vetusta Morla. En þrátt fyrir að gott gengi í borginni hefur þorpslífið heillað og ákvað hann í lok 2019 að tími væri kominn til að láta slag standa, hætta störfum hjá bókaforlaginu og gerast sjálfstætt starfandi hönnuður.

Rubén segir að sannarlega hafi hann hafi verið tvístígandi varðandi að sleppa tökunum á fastri vinnu í borginni því hann hafi óttast að í þorpinu myndi honum ekki auðnast sömu atvinnutækifæri og í stórborginni.

Rubén Chumillas, letur, leturgerð, list, Þingeyri, Dýrafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, Blábankinn, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, úr vör, vefrit
Letrið Vestur eftir Rubén Chumillas
Margir sem eru í sömu sporum og Rubén hafa í auknu mæli nýtt sér þennan hreyfanleika og valið sér tímabundnar starfsstöðvar víðsvegar um heiminn og blandað þannig saman vinnu og nýrri upplifun. Er þetta hluti af hreyfingu sem kallast stafrænir flakkarar (e. Digital nomads).

Rubén hefur notið menningar og náttúru Dýrafjarðar og hefur nýtt dvölina sem innblástur fyrir þau verkefni sem hann hefur verið að vinna að. Fyrir utan þau verkefni sem hann hefur á eigin snærum segir hann glaður í bragði að raunar eftir komuna til Íslands hafi hann aldrei haft meira að gera sem sjálfstætt starfandi hönnuður. Hann hefur nýlega klárað leturgerð sem hann kallar Vestur sem unnin er út frá landslaginu, en einnig vinnur hann að tónsmíðum þar sem hann nýtir hljóð sem hann hefur safnað saman úr umhverfinu. Þá nýtir hann landslagið, veðrið, menninguna, kyrrðina, litina og fleira sem innblástur. Rubén hyggst dvelja áfram í nokkurn tíma enn, en segir að sú upplifun sem hann hefur notið bæði í gegnum Blábankann sem samvinnurými og samfélagsmiðstöð, en einnig viðkynni hans við fólkið hér á Þingeyri hafi kennt honum margt.

Rubén Chumillas, letur, leturgerð, Þingeyri, list, Dýrafjörður, Vestfirðir, Blábankinn, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, úr vör, vefrit
Rubén nýtir sér landslagið, veðrið, menninguna, kyrrðina, litina og fleira sem innblástur
Hann horfir björtum augum fram á veginn og sér fyrir sér að flytja að lokinni Íslandsdvölinni aftur í þorpið sitt, ekki aðeins til að starfa þar við það sem hann hefur menntað sig í heldur gæti hann jafnvel hugsað sér að leiða saman þá vitneskju sem hann hefur aflað sér og smíða þar einskonar landslag nýsköpunnar með hag samfélagsins að leiðarljósi.


Comments


bottom of page