top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

“Fjölbreytileikinn er mjög spennandi“

Updated: Dec 5, 2019


Röstin, listamannadvöld, Langanes, Þórshöfn, Austurland, landsbyggðin, list, úr vör, vefrit, Hildur Ása Henrýsdóttir
Hildur Ása Henrýsdóttir, einn skipuleggjandi listamannadvalarinnar Röstin. Ljósmynd Freyja Eilíf Helgudóttir

Röstin Residency er tilraunakennd listamannadvöl á Þórshöfn Langanesi þar sem listamenn verja tíma saman. Það var Hildur Ása Henrýsdótttir sem stofnaði Röstina ásamt þeim Auði Lóu Guðnadóttir, Starkaði Sigurðarssyni og Freyju Eilífu Helgudóttir og var listamannadvölin haldin í annað sinn dagana 20. júlí til 5. ágúst síðastliðinn. Blaðamaður ÚR VÖR heyrði í einum skipuleggjandanum, henni Hildi Ásu Henrýsdóttur á dögunum og forvitnaðist hvernig hugmyndin fæddist og hvað færi fram í Röstinni.


Hildur segir að átta til tíu listamönnum sé boðið að koma og dvelja á Þórshöfn á Langanesi í tvær vikur til að kúpla sig útúr sínu venjulega umhverfi, koma í kyrrðina og rónna og fá tækifæri til að geta unnið að hugmyndavinnu og sínu hugarefnum er tengjast listsköpun. „Svo er uppákoma síðustu helgina í dvölinni í Þórshöfn og í ár vorum við með myndlistarsýningu.

Við tókum yfir gamla útisundlaug sem hefur staðið tóm í yfir 20 ár, úr henni varð fínn sýningarsalur, við máluðum og hreinsuðum og vorum með sýningu þar. Röstin er einmitt líka til að glæða bæinn lífi, það er ekki mikið menningartengt um að vera yfir árið og með þessu erum við einnig að efla tengsl listafólks við svæðið.“ segir Hildur.
Röstin, Langanes, Þórshöfn, listamannadvöl, list, landsbyggðin, Austurland, úr vör, vefrit
Röstin glæðir bæinn lífi að sögn Hildar Ásu. Ljósmynd Daniel Perez

Að sögn Hildar vann listafólk þetta árið með starfsólki vélaverkstæðis í bænum og segir hún að bæjarbúar séu áhugasamir og hjálpsamir þegar eitthvað svona er um að vera og myndast afar skemmtileg stemning að sögn Hildar. „Okkur langar líka að byggja upp eitthvað samtal þannig að listafólkið komi og gefi eitthvað til samfélagsins og fái eitthvað tilbaka. Þetta er afslappað, það er ekki stíf dagskrá. Við ferðumst um svæðið og njótum náttúrunnar saman og höldum þessu nokkuð opnu. Við auglýsum svo eftir umsóknum í febrúar og mars og fólk getur á þeim tíma sent inn umsóknir og tillögur. Það koma alltaf þó nokkrar umsóknir, ca. 20 eða 25 umsóknir og við getum því miður ekki tekið við öllum.“ segir Hildur.


Hildur er sjálf myndlistarkona og er fædd og uppalin á Þórshöfn og hefur sterkar taugar til svæðisins. Hildur ásamt Auði Lóu Guðnadóttur og Starkaði Sigurðarsyni settu Röstina á fót á sínum tíma saman og segir Hildur að þau hafi vitað af möguleikanum um að hafa gestavinnustofu þarna. „Það finnst mörgum þetta spennandi, að fara langt í burtu á stað sem fáir hafa komið á eða þekkja.

Röstin, Langanes, Þórshöfn, Austurland, list, listamannadvöl, náttúra, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Tengingin við náttúruna er mikilvæg í Röstinni. Ljósmynd Zuzu Knew

Okkur langaði líka að skapa vettvang fyrir bæjarbúa að komast í snertingu við listir. Mest gefandi er að mínu mati að vera uppalin hér og að geta gefið aftur til samfélagsins. Þegar ég var að alast upp þá var svo takmarkað aðgengi að svona hlutum. Það er gaman að geta glætt bæinn svona lífi, taka yfir húsnæði sem hafa ekki verið í notkun, gefið þeim líf aftur og endurvekja verðmæti þeirra með því að gera þau upp.

„Og svo að kynnast öllu þessu fólki sem kemur, það myndast góð vinasambönd við þetta, innbyrðis og útbyrðis.“ segir Hildur.

Röstin, Langanes, Þórshöfn, listamannadvöl, list, landsbyggðin, Austurland, úr vör, vefrit
Góð vinasambönd myndast í listamannadvölinni að sögn Hildar. Ljósmynd Hildur Ása Henrýsdóttir

Samkvæmt Hildi eru þau heppin að sveitarfélagið hefur stutt þau með því að veita þeim aðgang að grunnskólanum á svæðinu varðandi gistingu og vinnuaðstöðu. Hún segir að ekki sé gerð krafa um að fólk þurfi að setja upp sýningu á staðnum, en segir að listafólkið geti komið með tilbúið verkefni sem það hefur unnið áður, eða verið með gjörning eða tónlistaratriði. Hildur segir að bæði innlendir og erlendir gestir komi í listamannadvölina. „Hingað til hefur verið mest íslenskir listamenn og flestir frá Reykjavík. En það kom aðili frá LA í ár sem var að koma í fyrsta sinn til Íslands og kom alla leið til Þórshafnar og svo kom fólk líka frá Berlín.


Hildur segir að heimafólk taki flest allir þessu vel og séu jákvæð og forvitin, þó þau séu ekkert sérstaklega mikið að spá í samtímalist. „Maður heyrir vangaveltur eins og hvað þetta fólk sé eiginlega að gera hér. Svo eru allir áhugasamir um að aðstoða varðandi hitt og þetta, sem er auðvitað frábært.

Röstin, Langanes, Þórshöfn, Austurland, listamannadvöl, list, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Slappað af í náttúrunni á Langanesi. Ljósmynd Auður Lóa Guðnadóttir

„Það er auðvitað verið að búa til viðburði fyrir bæjarbúa til að sækja og þetta opnar á fjölbreytileika varðandi viðburði og menningu, fjölbreytileiki er mjög spennandi. Það er skemmtilegt þegar fólk með ólíkan bakgrunn kemur og vill dvelja hér, það hefur áhrif á svæðið og gaman fyrir börn sem búa hér að geta nálgast þessa hluti.“ segir Hildur að lokum.


Comments


bottom of page