top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Rófurass - sýningaropnun


Rófurass, Bjargey Ólafsdóttir, list, menning, listasýning, listasafn Árnesinga, Hveragerði, Suðurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verk eftir Bjargeyju Ólafsdóttir

Hundar tala, en aðeins til þeirra sem kunna að hlusta.” – Orhan Pamuk.

Í dag, laugardaginn 6. febrúar er sýningaropnun í Listasafni Árnesinga þar sem sýningin Rófurass eftir Bjargeyju Ólafsdóttur opnar. Sýningarstjóri sýningarinn er Jonatan Habib Engqvist og verður opið frá klukkan 12:00 til 17:00 bæði í dag sem og á morgun sunnudaginn 7. febrúar auk þess sem listamannaspjall við sýningarstjórann verður klukkan 16:00 á morgun sunnudag. Sýningin mun síðan vera opin til 23. maí næstkomandi.

Í fréttatilkynningu um sýninguna kemur fram að hún samanstandi af teikningum, ljósmyndum, skúlptúr, kvikmyndum, málverkum og hljóðverkum. Ljós og myrkur leika líka hlutverk, sem kemur fram í myndskeiði frá 16mm filmu og í fósfór-málverkum. Í fyrrnefndri tilkynningu segir að með þessu breytist andrúmsloft verkanna frá því að snúast um hreina gleði yfir í að sýna uggvænlegan andlegan undirtón sem liggur eins og rauður þráður í gegnum sýninguna. Samhliða sýningunni er gefin út bók um sama efni. Samoyed hundarnir sem líkjast nánast draugum – sem upphaflega voru ræktaðir til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum, sjást í kvikmyndinni – og sjást líka aftur og aftur í bókinni.

Allskyns hundar sjást á teikningum, grafíkverkum og ljósmyndum af villihundum í Litháen, af gæludýrum og félögum, og konu með hund innan í líkamanum sínum, sem vill komast út. Því betur sem við kynnumst mannfólkinu, virðist hún segja, því meira elskum við hunda.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að Bjargey Ólafsdóttir hafi lært ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Listaháskóla Íslands og Listaakademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, og hefur sýnt verk sín víða um lönd, t.d. í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago, Chile og Färgfabriken Norr í Östersund, Svíþjóð.

Rófurass, Bjargey Ólafsdóttir, list, menning, listasýning, listasafn Árnesinga, Hveragerði, Suðurland, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Listamaðurinn Bjargey Ólafsdóttir við uppsetningu sýningarinnar. Ljósmynd Listasafn Árnesinga

Reglum um fjöldatakmarkanir verður framfylgt með talningu gesta. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér opnunina og listamannaspjallið um helgina í Listasafni Árnesinga sem er staðsett í Reykjamörk í Hveragerði. Þess ber að geta að ÚR VÖR fjallaði um listasafnið í maí mánuði árið 2019 og hægt er að lesa meira um það hér: https://www.urvor.is/post/listasafn-arnesinga-2019

Comments


bottom of page