top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Opnun Muggstofu


Muggstofa, Bíldudalur, Arnarfjörður, Julie Gasiglia, listir, menning, Muggur, landsbyggðin, Vestfirðir, úr vör, vefrit, Julie Gasiglia
Muggstofa opnar formlega í dag, þann 1. október. Ljósmynd Julie Gasiglia

Muggs­stofa mun opna form­lega í dag, föstu­daginn 1. október, klukkan 14:00 á Bíldudal. Í fréttatilkynningu á heimasíðu Vesturbyggðar segir að Muggsstofa sé samstarfsverkefni Vesturbyggðar og Skrímslasetursins og að þar verði fjölbreytt þjónusta og aðstaða til sköpunar og frumkvöðlastarfs. Jafnframt kemur fram að þar verði opinber þjónusta aðgengileg og stuðlað verður að eflingu menningar- og félagsstarfs sem og auka þekkingu og styrkja ímynd Bíldudals.


Í miðstöðinni fer einnig fram starfsemi bókasafnsins og félagsstarf aldraðra.

Nafnið Muggsstofa er dregið frá fjölhæfa listamanninum Guðmundi Thorsteinssyni, betur þekkur sem Muggur. Muggur fæddist þeim Pétri J. Thorsteinssyni og Ásthildi Guðmundsdóttir á Bíldudal 1891.

Samkvæmt fyrrnefndri fréttatilkynningu verður dagskráin fjölbreytt og glæsileg.

Ásamt kræs­ingum frá Kven­fé­laginu Fram­sókn mun bæjar­stjóri ávarpa gesti, forseti bæjar­stjórnar mun segja nokkur orð, Þröstur Leó les stutt æviágrip Muggs, brauð­pen­ingar verða til sýnis, Alda, forstöðu­maður bóka­safna í Vest­ur­byggð, les Dimm­alimm, tónlist­ar­at­riði frá tónlist­ar­skól­anum í Vest­ur­byggð og margt fleira.

Við hvetjum áhugasama um að láta þetta ekki framhjá sér fara.


Comentários


bottom of page