top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Myndlistarmarkaður á Facebook


Myndlistarmarkaður, Facebook, uppboð, list, listaverk, samfélagsmiðlar, úr vör, vefrit, Nína Ivanova
Notendur markaðssíðunnar þurfa að fylgja ákveðnum reglum. Teikning eftir Nína Ivanova.

Myndlistarmarkaður á samfélagsmiðlinum Facebook var opnaður í annað sinn þann 1. nóvember síðastliðinn og mun standa yfir til 15. desember næstkomandi. Nína Ivanova, sem er forsvarsmaður markaðarins, segir að fyrri markaðurinn hafi staðið yfir í 22 daga, eða frá 26. maí til 16. júní síðastliðinn.

Ein af reglum markaðarins er að þegar tiltekinn listamaður hefur selt þrjú verk - þá verður viðkomandi að kaupa eitt af öðru listafólki sem er með verk til sölu á markaðnum. Önnur regla er sú að þegar listamaður selur sjö verk á markaðnum þá ber þeim tiltekna listamanni að gefa eitt verk í safn Myndlistarmarkaðsins. Eftir fyrri markaðinn síðastliðið sumar söfnuðust fjórtan verk í safn markaðarins, sem sýnir hversu vel salan gekk fyrir sig.

Nína segir að í vor, þegar var ljóst var að ekkert yrði úr ferðamannasumri hafi hún fundið sölusíðu sem rússneskur galleristi stofnaði síðastliðið vor til að hjálpa listamönnum á erfiðum tíma. Nína ákvað í kjölfarið að prufa að stofna samskonar síðu hér á landi þar sem allir þyrftu að fara eftir ákveðnum reglum til að geta tekið þátt í sölum og kaupum á verkum. „Þetta fyrirkomulag virkaði strax svakalega vel - og stemningin er ævintýraleg: myndir koma og fara eins og fallegir steinar og kuðungar með ölduróti við ströndina. Söluprinsippið er svipað eins og á uppboði, fyrstur kemur - fyrstur fær.“ segir Nína.


Samkvæmt Nínu reyndist efiðasta raunin fyrir seljendur og kaupendur að hafa viðskiptin sýnileg.

„Það reyndist viðkomandi aðilum erfitt að ræða verð og gefa það upp, eins og um væri að ræða leyndarmál aflandsfyrirtækis! Þess vegna þurfum við að vera með eftirlit með síðunni og við erum þrír stjórnendur núna: Roberta, Dagný og ég og við athugum til skiptis innlegg frá listafólkinu og hvort eitthvað af upplýsingum hafi gleymst.“ segir Nína.

Í þessum skrifuðu orðum eru rétt yfir 1.500 manns á síðunni sem skiptist í eftirfarandi lönd og landssvæði: Reykjavík 797, Ísafjörður 159, Hafnarfjörður 51, Bolungarvík 47, Kópavogur 38, Noregur 26, Þýskaland 17, Danmörk 17, Svíþjóð 12. Nína segir að það vanti fleiri listafólk til að selja á síðunni og bætir hún við að spurningakönnun sem lögð var fyrir á síðunni sýnir að helmingur af fylgjendum síðunnar leitar eftir flottu listaverki.

Myndlistarmarkaður, Facebook, uppboð, list, listaverk, samfélagsmiðlar, úr vör, vefrit, Nína Ivanova, Edinborgarhúsið, Ísafjörður
Hluti af verkum af myndlistarmarkaðinum má sjá í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ljósmynd Nína Ivanova

Það er því um að gera að kíkja á myndlistarmarkaðinn, hvort sem þú ert listamaður sem vilt selja verk eða ert að leita að fallegum verkum. Síðuna má finna hér á þessari slóð: https://www.facebook.com/groups/icelandart/

Þess má geta að verk frá markaðinum hafa verið til sýnis í Edinborgarhúsinu, það er því hægt að virða hluta af verkunum þar.Comentarios


bottom of page