top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Matthíasi nær

- Í tilefni af 100 ára ártíð Matthíasar Jochumssonar -Matthías Jochumsson, Flóra menningarhús, Akureyri, list, menning, Vilhjálmur B. Bragason, norðurland, vefrit, landsbyggðin
Vilhjálmur B. Bragason við upptökur á umræddu myndskeiði. Ljósmynd Flóra menningarhús

Í dag, miðvikudaginn 18. nóvember, eru eitt hundrað ár frá andláti Matthíasar Jochumssonar. Í fréttatilkynningu frá Flóru menningarhúsi segir að með stuðningi Menningarsjóðs Akureyrar hafi Flóra látið gera myndskeið þar sem Vilhjálmur B. Bragason fer á kostum í umfjöllun um Matthías sem leikritaskáld og þýðanda.


Í fréttatilkynningunni segir að Matthías sé ekki bara þjóðskáld Íslands, höfundur þjóðsöngsins auk þess að hafa verið prestur Akureyringa, heldur var hann svo margt fleira. Þar segir að Matthías hafi verið stórbrotinn persónuleiki, heimsborgari, frjálslyndur, umdeildur og mikilvægur í þjóðmálaumræðu Íslendinga áratugina í kringum árið 1900.

Að auki kemur fram í fyrrnefndri fréttatilkynningu að Matthías hafi einnig verið áhrifaríkur í nærsamfélaginu og verið mótandi persónuleiki í samfélagsþróun Akureyrar á þeim tíma og fólksins í kringum hann.

Umrætt myndskeið var tekið upp á degi íslenskrar tungu síðastliðinn mánudag í Sigurhæðum á Akureyri, húsi Matthíasar og Guðrúnar. Því verður miðlað víða á veraldarvefnum á síðum líkt og Youtube, Facebook og Instagram frá og með deginum í dag, þ.e. miðvikudeginum 18. nóvember.


Í fréttatilkynninginni frá Flóru kemur einnig fram að í undirbúningi sé annað myndskeið í svipuðum dúr sem mun birtast í byrjun desembermánaðar næstkomandi. Í því myndskeiði mun Þórunn Jarla Valdimarsdóttir fjalla á sinn einstaka hátt um Matthías sem jafnræðissinna og talsmann kvenfrelsis.


Að lokum segir í fréttatilkynningunni að með þessum myndskeiðum og samstarfi við frábært samtímalistafólk vill Flóra menningarhús stuðla að því að efla ritlist norðan heiða og um land allt, en markmiðið er einnig að auka samtal og þekkingu um líf og verk norðlensks ritlistafólks. Við hvetjum áhugasama um að kynna sér myndskeiðið, en hægt er að horfa það m.a. hér: https://www.youtube.com/watch?v=7PPAOoDv6tE
Comentários


bottom of page