top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Listasumar á Akureyri


Listasumar, Akureyri, norðurland, list, menning, sumar, listasmiðja, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Þykjó furðufuglasmiðja verður haldin dagana 11.-12. júlí. Ljósmynd úr safni Listasumars Akureyrar.

Það verður ansi fjölbreytt dagskrá á Listasumrinu á Akureyri í ár, en hátíðin verður sett þann 3. júlí næstkomandi og stendur yfir til 31. júlí. Í tilkynningu á ferðamannavef Akureyrarbæjar segir að ævintýri muni gerast á Listasumrinu með upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar geta notið saman þess sem í boði er. Þar kemur einnig fram að fjöldi listasmiðja verði í boði fyrir börn sem og fullorðna sem tilvalið sé að prófa.

Það er því um að gera fyrir áhugasama að kynna sér hátíðina og dagskrána og þess bera að geta að það er Almar Alfreðsson sem fer með verkefnastjórn hátíðarinnar og hægt er að senda honum erindi á netfangið listasumar@akureyri.is. Blaðamaður ÚR VÖR tók einmitt viðtal við Almar í apríl á síðasta ári um lista- og menningarlífið á Akureyri, hægt er að sjá það hér.

Hér að neðan verður reifað á þeim listasmiðjum sem fram fara í sumar á Akueyri, en eins og sjá má er af nógu að taka. Skráning er nauðsynleg í allar smiðjurnar og hægt er að sjá frekari upplýsingar á fyrrnefndum ferðamannavef Akureyrarbæjar, www.visitakureyri.is

3.-5. júlí

Hjólabrettafjör barna

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur í samstarfi við Listasumar á Akureyri heldur hjólabrettanámskeið á Akureyri fyrir krakka dagana 3. 4. og 5. júlí. Öllu verður til tjaldað en það eru þeir Steinar Fjeldsted og Dagur Örn sem annast kennsluna en þeir hafa mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu. Farið verður í allar undirstöður hjólabrettisins en einnig verður farið í flóknari hluti fyrir þau sem eru lengra komin eins og trikk eins og Shuvit, Kick Flip og 360 Flip svo sumt sé nefnt. Skipt verður í hópa eftir getu.

3.-5. júlí

Hjólabrettafjör fullorðinna

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur í samstarfi við Listasumar á Akureyri heldur hjólabrettanámskeið á Akureyri fyrir fullorðna dagana 3. 4. og 5. júlí. Öllu verður til tjaldað en það eru þeir Steinar Fjeldsted og Dagur Örn sem annast kennsluna en þeir hafa mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu. Farið verður í allar undirstöður hjólabrettisins en einnig verður farið í flóknari hluti fyrir þau sem eru lengra komin eins og trikk eins og Shuvit, Kick Flip og 360 Flip svo sumt sé nefnt. Skipt verður í hópa eftir getu.

Listasumar, Akureyri, norðurland, list, menning, listahátíð, listasmiðjur, landsbyggðin, sumar, úr vör, vefrit
Hjólabrettafjör fyrir fullorðna verður haldið 3.-5.júlí. Ljósmynd úr safni Listasumars Akureyrar

6. júlí

Sirkussmakk á Listasumri – Húllahopp

Húlladúllan heimsækir Akureyringa og nú er tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Boðið verður upp á fjórar hnitmiðaðar sirkussmiðjur í júlí. Þessi smiðja einblínir á húllahopp og markmiðið er að þátttakendur yfirgefi smiðjuna með nýja hæfileika til að njóta og leika með í sumar. Kennslan er miðuð við tíu ára og eldri en yngri börn eru þó fullfær um að njóta kennslunnar. Húlladúllan biður þau yngri hinsvegar að mæta með eldri systkinum eða foreldrum.


6.-7. júlí

Tónlistarsmiðja

Hefur þú brennandi áhuga á tónlist? Tveggja daga listasmiðja dagana 6.-7. júlí milli kl. 18-20.30. Ef þú hefur áhuga á textagerð, söng, rappi, hljóðfæraleik eða pródúseringu er þetta smiðja fyrir þig. Farið verður yfir ýmislegt nytsamlegt varðandi lagaskrif og hvað lætur þekkt popp og rapplög virka. Einnig verður farið yfir uppbyggingu lags í tónlistarforritinu Logic Pro. Engin hljóðfæra eða forritakunnátta er nauðsynleg til að taka þátt og eru allir á aldrinum 9-99+ ára velkomnir. Umsjón með smiðjunni hefur Jóhannes Ágúst en hann er nýlega útskrifaður úr B.A. námi í lagaskrifum og pródúseringu við Linnéuniversitet í Svíþjóð og starfar nú við tónlistargerð í Reykjavík.

8. júlí

Sirkussmakk á Listasumri – Djöggl

Húlladúllan heimsækir Akureyringa og nú er tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Boðið verður upp á fjórar hnitmiðaðar sirkussmiðjur í júlí. Þessi smiðja einblínir á djöggl og markmiðið er að þátttakendur yfirgefi smiðjuna með nýja hæfileika til að njóta og leika með í sumar. Kennslan er miðuð við tíu ára og eldri en yngri börn eru þó fullfær um að njóta kennslunnar. Húlladúllan biður þau yngri hinsvegar að mæta með eldri systkinum eða foreldrum.

8.-10. júlí

Skapandi ljósmyndanámskeið með Siggu ElluNámskeið fyrir 13-15 ára unglinga, löggð verður áhersla á skapandi hluta ljósmyndunnar frekar en tæknilegan, frjálst er að nota símamyndavél sem og aðrar digital myndavélar. Kennslufyrirkomulag - Stuttir fyrirlestrar í upphafi tíma með það að markmiði að efla myndlæsi, þar á eftir förum við saman að mynda í samræmi við valið þema, áhersla verður lögð á skapandi hugsun og sýna að það þarf ekki endilega dýrar græjur þegar farið er af stað í ljósmyndun. Kennari aðstoðar hvern nemanda á námskeiðinu og nemendur fá með sér verkefni heim. Fólk og aftur fólk er það sem verk ljósmyndarans Siggu Ellu eiga sameiginlegt. Verk hennar bera oft félagsfræðilegan undirtón en hún myndar það sem vekur áhuga hennar hverju sinni. Sigga Ella hefur mikinn áhuga á manneskjum og málefnum og notar ljósmyndir óspart til að miðla því áfram. Viðfangsefni hennar hafa verið margbreytilegir hópar, allskonar fólk, tónlistarfólk, hljómsveitir, listamenn, einstaklingar með Downs heilkenni og Baldvin, félag fólks með Alopecia. Sigga Ella vinnur mikið með listamönnum og þá helst tónlistarfólki og hljómsveitum, vinna með öðru skapandi fólki heillar og útkoman úr því.

Listasumar, Akureyri, norðurland, list, menning, listasmiðja, landsbyggðin, sumar, úr vör, vefrit
Sirkussmakk verður haldið þann 8. júlí næstkomandi. Ljósmynd úr safni Listasumars Akureyrar.

9. júlí

Sirkussmakk á Listasumri – Sirkusfimleikar / Akró

Húlladúllan heimsækir Akureyringa og nú er tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Boðið verður upp á fjórar hnitmiðaðar sirkussmiðjur í júlí. Þessi smiðja einblínir á sirkusfimleika / Akró og markmiðið er að þátttakendur yfirgefi smiðjuna með nýja hæfileika til að njóta og leika með í sumar. Kennslan er miðuð við tíu ára og eldri en yngri börn eru þó fullfær um að njóta kennslunnar. Húlladúllan biður þau yngri hinsvegar að mæta með eldri systkinum eða foreldrum.

10. júlí

Sirkussmakk á Listasumri – Jafnvægislistir

Húlladúllan heimsækir Akureyringa og nú er tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Boðið verður upp á fjórar hnitmiðaðar sirkussmiðjur í júlí. Þessi smiðja einblínir á jafnvægislistir og markmiðið er að þátttakendur yfirgefi smiðjuna með nýja hæfileika til að njóta og leika með í sumar. Kennslan er miðuð við tíu ára og eldri en yngri börn eru þó fullfær um að njóta kennslunnar. Húlladúllan biður þau yngri hinsvegar að mæta með eldri systkinum eða foreldrum.

11.-12. júlí

ÞYKJÓ furðufuglasmiðja

ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og leikfangahönnuðinn Ninnu Þórarinsdóttur. Á listasmiðju ÞYKJÓ ætlum við að búa til okkar eigin dýra grímur og fylgihluti með pappír og litum.

13.-14. júlí

Stop Motion smiðja

Þetta er örnámskeið þar sem við förum í grunninn á Stop motion. Við munum nota spjaldtölvur eða síma, og ykkur er velkomið að koma með ykkar eigið. Forritin sem við munum nota er FlipaClip og Stop Motion Studio. Við skoðum dæmi um hvernig Stop motion virkar og leikum okkur með að gera okkar eigin, með leir, teikningum og úrklippum.

14. júlí

Lifandi vatnið – listasmiðja

Fjallað er um undirstöðuatriði í vatnlitun, val á litum, penslum og pappír. Rætt um ólíkar aðferðir og leiðbeint skref fyrir skref um málun á landslagi eftir ljósmynd. Allur efniviður er innifalinn í þátttökugjaldinu. Leiðbeinandi námskeiðsins er Ragnar Hólm Ragnarsson en hann hefur málað vatnslitamyndir af mikilli ástríðu í um áratug og sótt námskeið bæði hérlendis og erlendis.

Listasumar, Akureyri, norðurland, listasmiðja, list, menning, sumar, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Sirkussmakk verður haldið þann 10. júlí. Ljósmynd úr safni Listasumars Akureyrar

15.-17. júlí

Skapandi dans dýranna

Skapandi danssmiðja fyrir krakka á aldrinum 6 til 7 ára. Þátttakendur fá að kynnast helstu hugtökum skapandi dans ásamt því að skapa út frá sjálfum sér. Áhersla verður lögð á sköpunarferli og samþættingar annarra listgreina. Þátttakendur skapa sér dýr sem fyrirfinnst ekki á jörðinni og uppgötva hátterni dýrsins, bæði í hreyfingu og útliti. Þátttakendur vinna saman að skapa heim dýranna svo rík áhersla er lögð á ímyndunaraflið og skapandi hugsun. Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í hreyfanlegum fötum, einnig að taka með sér vatnsbrúsa og létt nesti. Kennari smiðjurnar er Ingunn Elísabet, nýútskrifaður meistaranemi úr listkennslu Listaháskóla Íslands, en hún hefur einnig lokið bakklárgráðu í samtímadansi og kennslufræðum.


18.-19. júlí

Ungir plötusnúðar

Plötusnúðurinn Ívar Freyr Kárason heldur grunnnámskeið fyrir unga plötusnúða á Listasumri. Farið yfir helstu hugtök, hvernig á að tengja og hvaða takki gerir hvað. Græjur verða á staðnum sem að krakkarnir læra að tengja og fá að prufa sig áfram undir leiðsögn. Leiðbeinanda er annt um að kynjaskipting sé jöfn og því eru stelpur sérstaklega velkomnar. DJ Ívar Freyr hefur þeytt skífum til fjölda ára og því mikill reynslubolti í faginu.

26. júlí

BMX námskeið

Viltu upplifa besta dag lífs þíns? Taktu þá þátt í BMX námskeiði með BMX BRÓS þríeykinu Magnúsi Bjarka, Benedikt og Antoni Erni en þeir eiga það sameiginlegt að hafa endalausan eldmóð fyrir BMX sportinu. Námskeiðið hefst við Háskólaparkið og hjólað verður síðan um bæinn og umhverfið nýtt fyrir tilþrif og annað fjör. Dagurinn endar svo með dúndur BMX sýningu í boði BMX BRÓS kl. 14. Foreldrar eru hvattir til að mæta frá kl. 13.30- 14.00 og fylgjast með afrakstri dagsins.

Listasumar, Akureyri, norðurland, list, menning, listasmiðja, BMX, BMX BRÓS, landsbyggðin, sumar, úr vör, vefrit
BMX BRÓS heldur BMX námskeið þann 26. júlí næstkomandi. Ljósmynd úr safni Listasumars Akureyrar

Komentarze


bottom of page