top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

List í Alviðru: Milli fjalls og fjöru


List í Alviðru, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Steinunn Matthíasdóttir, Dýrafjörður, Vestfirðir, list, menning, listasýning, útilistaverk, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verkið „Gestrisni“ eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur. Ljósmynd Steinunn Matthíasdóttir

Í landi Alviðru í Dýrafirði má líta umhverfislistaverk eftir hóp listamanna sem dvöldust þar í tíu daga vinnudvöl. Þar komu saman Vestfirskir listamenn, bæði búsettir þar og ættaðir frá Vestfjörðum og svo listamenn frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit.

Verkefnið var styrkt af „Öll Vötn til Dýrafjarðar“ sem var samvinnuverkefni Vestfjarðarstofu, Byggðastofnunar og Ísafjarðarbæjar.

Markmið verkefnisins eru meðal annars að koma á samvinnu milli landshluta, samstarfi í umhverfislist og virkja tengslanet í vinnudvöl listamanna, framlag til menningar á svæðinu og virða einstaka náttúru Vestfjarða.

Alls voru listamennirnir sem tóku þátt 12 talsins, það voru þau:

Mireya Samper, K J Baysa, Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir,Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Ólafur Sveinsson, Thora Karlsdóttir, Marsibil Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir , Nina Ivanova, Steinunn Matthíasdóttir.


Sérstakur gestur verkefnisins var sýningarstjórinn K J Baysa sem var staddur hér á landi að skoða listir og menningu.

List í Alviðru, Steinunn Matthíasdóttir, Dýrafjörður, Vestfirðir, list, menning, listasýning, útilistaverk, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Frá Alviðru. Útilistaverk eftir dvöl listafólksins verða til sýnis á svæðinu út sumarið. Ljósmynd Steinunn Matthíasdóttir.

Dagrún Matthíasdóttir myndlistarmaður og verkefnastjóri verkefnisins sagði að það sé búið að vera hugmynd í langan tíma hjá sér.


„Ég er Ísfirðingur og búsett norður á Akureyri og hef velt því fyrir mér hvað það eru lítil samskipti í listum á milli landshlutanna þó tækifærin séu til staðar. Maðurinn minn Kristján Örn Helgason, sem var smiður og umsjónarmaður verkefnisins, er frá Alviðru í Dýrafirði og okkur fannst tilvalið að fá aðstöðu þar fyrir verkefnið.

Alviðrusystkinin tóku vel í þetta uppátæki og tóku fjárhúsin í gegn svo hægt væri að hafa þar bæði vinnuaðstöðu fyrir listamennina og stóran sýningarsal í flatgryfjunni. Þar settum við upp samsýningu á verkum listamanna verkefnisins og stóð sú sýning yfir meðan á dvölinni stóð og opnaði í kjölfar kynningarkvölds á verkefninu „List í Alviðru“.
List í Alviðru, Marsibil Kristjánsdóttir, Steinunn Matthíasdóttir, Dýrafjörður, Vestfirðir, list, menning, listasýning, útilistaverk, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Innsetning eftir Marsibil Kristjánsdóttir. Ljósmynd Steinunn Matthíasdóttir.

„Það var önnur opnun til að kynna umhverfislistaverkin sem unnin voru í vinnudvölinni í lokin, og aftur var mætingin framar öllum vonum. Seinni part dagsins buðu myndlistamennirnir Thora Karlsdóttir og Ólafur Sveinsson til þátttökugjörnings í svokallaðri Mannabeinabrekku, og var sjö mínútna íhugun, þakklæti og hvíldarstund þar sem allir hvíldu lúin bein. Það var í raun mjög viðeigandi eftir þessa skemmtilegu vinnulotu. Við lukum svo

starfinu með gróðursetningu á elri og furu í landi alviðru með þökk fyrir veruna í Alviðru. En þar hefur verið stunduð uppgræðsla í áratugi.“ segir Dagrún að lokum.



コメント


bottom of page