top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Sýning Yoan Goldwein


Yoav Goldwein, Listasafn Ísafjarðar, listasýning, list, menning, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
„Með ljósmyndun, myndbandi og hljóði þræðir sýningin saman mismunandi sjónarhorn heimsins og kannar hversu flókið hugtakið heimili er - viðkvæmt samspil tilfinninga, tengsla og væntinga, í stöðugu samspili við kraftmikið umhverfi.“ Verk eftir Yoan Goldwein.

Föstudaginn 15. september síðastiðinn opnaði sýning Yoav Goldwein í sal Listasafns Ísafjarðar á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni og var sýningin sýnd til dagsins í dag. Sýningin ber nafnið Home – Between a Shelter and a Cage og segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Ísafjarðar að hún hafi tekið áhorfandann í ferðalag þar sem myndlist, heimspeki og frásagnarlist blandast saman og úr verður sjónræn innsetning og ferðalag inn á við.

Með ljósmyndun, myndbandi og hljóði þræðir hún saman mismunandi sjónarhorn heimsins og kannar hversu flókið hugtakið heimili er - viðkvæmt samspil tilfinninga, tengsla og væntinga, í stöðugu samspili við kraftmikið umhverfi. Þrátt fyrir þennan vandasama dans, tekst sýningunni að eima blæbrigðaríka hugtakið heimili í heildstæða og aðgengilega víðmynd.

Með sýningunni bauð listamaðurinn áhorfendum að velta fyrir sér þessu flókna, huglæga og líkamlega rými sem við köllum „heimili“.


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir jafnframt að í listsköpun sinni ber Yoav marga hatta; hann er ljósmyndari, rannsakandi, listamaður, leiðbeinandi, mannfræðingur og heimspekingur. En það að búa til djúpstæða reynslu er kjarninn í listköpun hans. Ástríða hans liggur í því að safna að sér visku, vinna úr henni og deila henni á skapandi og áhrifaríkan hátt. Yoav nýtir sína eigin lífsreynslu í sköpun sinni, en barnæska hans í Ísrael hefur haft mikil áhrif. Leit hans að frelsi hefur teygt sig til bæði líkamlegra og andlegra vídda, og leitt hann á óhefðbundnar brautir með það markmið að komast að sannleikanum um tilveru mannsins.


Svo vitnað sé áfram í fréttatilkynninguna þá kemur fram að undanfarin ár hafi Yoav verið á ferðalag um heiminn til að kafa ofan í óhefðbundinn og mismunandi lífsstíl fólks. Hann byrjaði sem félagsvísindamaður og myndaði fljótt persónuleg tengsl á þeim stöðum sem hann heimsótti. Hann fangar frásagnir, staðsetningar og einstaklinga sem hafa áhrif á hann. Hin djúpstæða innsýn sem fengin var af þessari reynslu, ásamt námi í heimspeki, rann saman í rannsókn á kjarna heimilisins og þessi rannsókn birtist okkur í Listasafni Ísafjarðar sem þverfagleg sýning.


bottom of page