top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Hátíð einu sinni haldin


Act Alone, Litla Act Alone, einleikur, einleikjahátíð, Vestfirðir, list, menning, leiklist, landsbyggðin, Suðureyri, Elfar Logi Hannesson, úr vör, vefrit, töframaður, Einar Mikael töframaður
Töfrasýning Einars Mikael er eitt fjögurra atriða á Litla Act Alone. Ljósmynd Act Alone

Hve margt var ein-stakt og ein-kennilegt á síðasta ári. Vonandi verður það bara þetta eina og engu öðru líkt. Fastir liðir voru bara ekkert einsog venjulega. Það var eiginlega meira svona afskakið hlé eða einsog að bíða eftir flugi á Ísafjörð. Frestað flestu en þó aflýst mestu.

Hin ein-staka ein-leikjahátíð Act alone á Suðureyri sem haldin hefur verið árlega síðan 2004 fyrir vestan fylgdi tískunni í fyrra og var aflýst. Actið, einsog hátíðin er jafnan kölluð, er ávallt haldin aðra helgina í ágúst og einsog lesarinn kannski man þá var einmitt enn ein kóvítans bylgjan þá.

Heimsfaraldur er sannlega réttnefni á Kóvítinu því höggin hafa verið mikil á vort líf. Eigi ósvipað og óskundað sem þeir Karíus og Baktus stóðu að í munni Jens. Nema lækninginn hefur tekið mun lengri tíma en í ævintýrinu. Víst hefur listalífið lent í Kóvít hvirfilbylnum og við vitum ekkert hverjar afleiðingarnar verða en víst er margt breytt.


Þegar við í stjórn Act alone stóðum frammi fyrir þeirri hundleiðinlegu ákvörðun að verða að aflýsa Actinu í fyrsta sinn í þess sögu þá létum við timburmennina ekki hafa of löng áhrif á okkur því aðeins nokkrum dögum síðar ákváðum við að halda Litla Act alone í staðinn.

Litla Act alone er hátíð fyrir æsku Vestfjarða þar sem við bjóðum uppá ein-stakt ein-lista viðburði fyrir okkar eigin framtíð. Við ákváðum að halda í fjögur atriði sem áttu að vera á Actinu í ágúst sem væri grunnurinn að Litla Acti.

Atriðin eru einleikur Kómedíuleikhússins Iðunn og eplin, töfrasýning Einars Mikael, súkkulaðkökuópera Guju Sandholt og söngvadagskrá Aðalsteins Ásbergs. Alls verða sýningarnar 16 talsins og það á 11 stöðum á Vestfjörðum.

Act Alone, Litla Act Alone, einleikur, einleikjahátíð, Vestfirðir, list, menning, leiklist, landsbyggðin, Suðureyri, Elfar Logi Hannesson, úr vör, vefrit, Guja Sandholt
Súkkulaðiópera Guju Sandholt er einnig á dagskrá Litla Act Alone. Ljósmynd Act Alone

Litla Act alone hófst á Hólmavík 20. apríl, þaðan lá leiðin á Reykhóla, Patreksfjörð, Bíldudal og Tálknafjörð. Í maí verður Litla Act alone svo haldið hátíðlegt fyrir æskuna í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík.


Það er margt ein-stakt við Actið og þá ein-kum það að ókeypis hefur verið á hátíðina frá upphafi og þannig er það einnig á Litla Act alone. Þó Litla Actið sé frábært þá verður það bara ein-stakt og aðeins haldið þetta eina-sinn.


Því í ágúst nánar tiltekið 5. – 7. ágúst næstkomandi verður Act alone haldin hátíðleg í ein-leikjaþorpinu Suðureyri með pompi og prakt og eru aðalstyrktaraðilar Act alone Uppbyggingasjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær.


listrænn stjórnandi Act alone - elstu leiklistarhátíðar á Íslandi.

Comments


bottom of page