top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

„Menning og metnaður innan samfélagsins“


Sigurður Líndal Þórisson, Hárið, Hvammstangi, söngleikur, úr vör, vefrit
Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri söngleiksins Hársins, sem settur var upp á Hvammstanga um síðastliðna páska. Ljósmynd Sigurður Líndal Þórisson

Leikflokkur Húnaþings vestra setti upp söngleikinn Hárið á Hvammstanga um síðastliðna páska. Sýningin gekk virkilega vel og voru viðtökurnar mjög góðar. Sýningin var útnefnd sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 og verður því sett upp í Þjóðleikhúsinu. Er þetta í tuttugasta og stjötta sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi af landsbyggðinni að setja sýningu sína upp á fjölum hússins.


Yfir eitt þúsund manns sáu sýninguna, sem verður að teljast mjög gott í tólfhundruð manna samfélagi að sögn Sigurðar Líndal Þórissonar, leikstjóra sýningarinnar. Blaðamaður ÚR VÖR heyrði í Sigurði á dögunum og spurði hann spjörunum úr hvernig gekk að hans mati. Sigurður segir að stóra fréttin í þessu öllu saman sé ekki bara þessa eina sýning heldur hversu öflugt starfið er í heild sinni og er búið að taka miklum stakkaskiptum að undanförnu.

„Ég veit ekki hversu lengi þessi verðlaunaafhending hefur verið, en það hefur enginn fengið þessi verðlaun hér á svæðinu. Ég er fæddur hér og uppalinn og hér var mjög svo vanmáttugt leikfélag er núna orðið mjög öflugt og er á sama staðli og á þeim stöðum þar sem best lætur í áhugamannaleikhúsi.“ segir Sigurður.
Hárið, söngleikur, Hvammstangi, Húnaþing vestra, úr vör, vefrit
Sigurður segir metnað og menningu hafa myndast innan leikhópsins á síðustu árum. Ljósmynd Leikflokkurinn Húnaþingi vestra.

Sigurður er fæddur og uppalinn á Hvammstanga en bjó í London í um tuttugu ár. Hann flutti á heimaslóðir fyrir fimm árum síðan og er þetta fjórða sýningin sem hann kemur að síðan hann flutti hann flutti aftur heim.

Hann segir að það sé mikið af atvinnufólki úr bransanum hafi flutt sem að undanförnu á Hvammstanga og búi leikflokkurinn vel að því og að það breyti mjög miklu. Að hans sögn hefur það oft verið þannig að fagfólk hafi komið annarsstaðar að og verið hér í fimm til sex vikur og farið svo í burtu á frumsýningarkvöldinu.

„Svo er annað sem skiptir mjög miklu máli sem er það að félagsheimilið er orðið miklu betri tækjum búið heldur en áður. Að auki hefur verið gefið eftir varðandi leigu á félagsheimilinu fyrir æfingar, sem hefur gert það að verkum að það er hægt að æfa í húsinu sem sýnt svo er í og munar miklu um það.“ segir Sigurður.

Hárið, Hvammstangi, söngleikur, Húnaþing vestra, úr vör, vefrit
Sýningin fékk mjög góðar viðtökur og sáu yfir 1.000 manns sýninguna. Ljósmynd Leikflokkur Húnaþings vestra

Sigurður kom að uppsetningu söngleiksins Superstar á Hvammstanga árið 2015 eftir að hann flutti frá London og segir hann að í þeirri uppsetningu hafi margir af þeim sem voru með núna tekið þátt og síðar í öðrum leikverkum. Samkvæmt Sigurði er því komin góð reynsla í leikhópinn og segir hann að það sé gaman að sjá reynda fólkið gefa því óreynda ráð, eitthvað sem hann hafi kennt þeim fyrir einhverjum árum síðan.

„Með því býrðu til menningu og metnað innan leikhópsins og innan samfélagsins um hvernig eigi að gera hlutina. Þó metnaðurinn hafi alltaf verið til hérna hjá ákveðnum einstaklingum þá vantaði réttu samsetningu af fólki til þess að laða það fram og gera eitthvað úr því.“ segir Sigurður.

Samkvæmt Sigurði eru margir í hans nærumhverfi séu að íhuga að flytja frá borg í sveit, sérstaklega fólk sem vinni í hinum skapandi greinum, fólk sem langar að prófa að gera hlutina öðruvísi. Hann segir það svo vera sjaldnar sem fólk láti verða af því að taka stökkið en bendir á að þau í Húnaþingi vestra sé ágætlega í sveit sett því það séu einungis tveir og hálfur tími til Reykjavíkur. „Þetta er gott skref ef maður er til í að taka þátt í starfinu á meiri grasrótarvettvangi. Ef maður er tilbúinn að taka þátt í að búa til umhverfið og að vinna með fólki á þeim eigin forsendum þá er þetta sniðugt.

Hárið, Hvammstangi, söngleikur, Húnaþing vestra, úr vör, vefrit
Sýningin var útnefnd athyglisverðasta áhugaleiksýninga leikársins 2018-2019. Ljósmynd Leikflokkur Húnaþings vestra

„Stundum vill maður gera eitthvað voðalega listrænt og það er kannski ekki staður eða stund fyrir það. Maður þarf að efla leikhópinn og byggja hann upp svo að fólk sé tilbúið í allskonar verkefni síðar meir.“ segir Sigurður.

Að sögn Sigurðar eru samfélagsleg áhrif sýningar eins og Hársins talsverð á svæðið þar nyrðra. Hann segir að sýningin setji allt samfélagið svolítið á hliðina og að það séu allskonar verkefni sem hann þurfi að sinna sem hann hafi ekki kynnst í atvinnuleikhúsinu. Um mikið af æfingum er að ræða og eiga margir þáttakendur ung börn og voru tilfelli þar sem báðir foreldrar voru tengdir sýningunni með einhverjum hætti. Það reyndist því stundum snúið að finna barnapössun fyrir þennan stóra hóp.

„Fólk mætti bara á æfingar og skildi börnin eftir hjá ungum stúlkum til að pása. Það voru allir búnir með tækifærin til að fá barnapössun í janúar og þurfti þá að finna einhverjar lausnir!
Hvammstangi, Hárið, Húnaþing vestra, úr vör, vefrit
Sigurður segir að gaman hafi verið að sjá reyndari leikara miðla reynslu og visku til þeirra óreyndari í sýningarferlinu. Ljósmynd Leikflokkur Húnaþings vestra

„En varðandi önnur samfélagsleg áhrif, þá kemur fólk hingað annarsstaðar að til að sjá sýninguna og gistir svo hér og borðar á veitingahúsum og allt sem tengist því. Þannig að það er margt sem samfélagið græðir í beinhörðum peningum og margir sem njóta góðs af svona starfi.“ segir Sigurður.


Sigurður segir að það sé mjög skemmtilegt að vera leiðandi í langtímastarfi á heimaslóðum. Hann segir að það reyni á þolinmæðina og af henni var honum ekki mest gefið í heiminum að hans sögn. „Það er gefandi að sjá fólk vaxa með hverri sýningu og hverju verkefni. Mjög gaman er líka að sjá hvað staðallinn hefur breyst rosalega á nokkrum árum.

„Fólk er komið með meiri metnað fyrir meiri gæðum að öllu leyti, bæði hvað varðar framsetningu, hljóð, ljós og búningum. Það sem fólki fannst áður venjuleg verkefni er ekki eitthvað sem fólk er tilbúið í núna.“ segir Sigurður að lokum.
Hvammstangi, Hárið, Húnaþing vestra, úr vör, vefrit
Margir af þeim sem að sýningunni stóð eru barnafólk og því var orðið snúið að fá pössun fyrir alla á meðan æfingum stóð. Ljósmynd Leikflokkur Húnaþings vestraComments


bottom of page