top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Haminn neisti


Haminn neisti, Ragnhildur Weisshapel, Listasafn Ísafjarðar, list, menning, listasýning, Ísafjörður, landsbyggðin, Vestfirðir, úr vör, vefrit
Verk úr sýningunni Haminn neisti eftir Ragnhildi Weisshappel. Ljósmynd aðsend.

Sýninginn Haminn neisti opnaði í Listasafn Ísafjarðar þann 29. mars síðastliðinn. Um er að ræða einkasýningu Ragnhildar Weisshappel og er sýningin staðsett á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni. 


Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum Listasafni Ísafjarðar segir að Ragnhildur Weisshappel sýni ný verk unnin úr sykurmolum og gifsi.

Á sýningunni teflir Ragnhildur saman að því er virðist handahófskenndum munum og hlustar á þá af titrandi þolinmæði. Hálf-mekanísk nákvæmni, tilraunakenndur ófullkomleiki, leifar á stalli og tilviljanir er meðal þess sem lýsir listsköpun Ragnhildar Weisshappel. Hún veltir vöngum um ólík sjónarmið, ólíkar leiðir og dvelur í möguleikunum. Ragnhildi tekst að virkja ímyndunarafl áhorfandans til að sjá ótæmandi möguleikana og upplifa frelsið í þeim.

Titill sýningarinnar vísar í ferlið þegar listamaðurinn kemur hugmynd í einhverskonar form og þarf að halda sér við efnið. 


Um listamanninn:  Ragnhildur Weisshappel (f. 1989) nam myndlist á Íslandi og Frakklandi. Hún vinnur í ýmsa miðla og notar þá sem tæki til að þýða úr einu í annað. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands og utan. Sýningin Haminn neisti er þriðja einkasýning hennar. Ragnhildur býr og starfar í Svarfaðardal.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér endilega þessa áhugaverðu sýningu, en hún verður sýnd til 1. júní næstkomandi og er aðgangur ókeyðis að henni. Listasafn Ísafjarðar hlýtur stuðning Ísafjarðarbæjar og sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.


Comments


bottom of page