top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Dagskrá Act Alone 2020

Updated: Jun 7, 2020


Act Alone, leiklist, list, einleikur, leiklistarhátíð, hátíð, Suðureyri, Elfar Logi Hannesson, menning, Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, Gústi Production, vefrit
Það er glatt á hjalla á Act Alone á hverju ári. Ljósmynd Gústi Production

Elsta leiklistarhátíð þjóðarinnar, Act alone, verður haldin 17. árið í röð í einleikjaþorpinu Suðureyri. Act alone 2020 fer fram dagana 6. – 8. ágúst og að vanda er dagskráin einstaklega einleikin. Enda er Actið helgað eins manns listinni. Dagskráin á það eitt sameiginlegt að aðeins einn listamaður kemur fram hverju sinni. Engin viðburður er þó eins heldur miklu frekar einstakur. Víst geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Actinu og ekki truflar monningur neitt því það er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar. Þökk sé öflugu baklandi Actsins í formi opinberra sjóða og einkafyrirtækja.


Á dagskrá ársins verður að finna einstaklega fjölbreytta flóru listviðburða allt frá óperu til uppistands og allt þar á millum og kring. En gaman er að geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem sýnd er ópera í 17 ára sögu Actins og þær verða meira að segja tvær. Sú fyrri er á opnunarkveldi Actsins og er einstaklega einstök því það er Súkkulaðkökuópera. Einleikir eru að vanda viðmiklir í dagskrá hátíðarinnar. Á opnunarkveldinu verður t.d. Sæhjarta, sem er brúðuleiksýning fyrir fullorðna og daginn eftir Gíraffinn, sá hinn sami og prýddi verslun Costco einsog frægt varð. Einnig verður einleikurinn Requiem, sem er eini dagskrá liðurinn sem fer ekki fram í FSÚ, Félagsheimil Súgfirðinga, á Actinu í ár heldur í kirkju, enda fjallar leikurinn um konu er vaknar upp í eigin jarðaför.

Auður, Act Alone, leiklistarhátíð, einleikur, list, menning, Suðureyri, Elfar Logi Hannesson, Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, vefrit, leiklist
Auður verður með tónleika á lokadegi hátíðarinnar. Ljósmynd úr safni Act Alone

Einstök tónlist verður í boði á Acti ársins og þar er framtíðin í aðalhlutverki. Heimamúsíkséníið Katla í Beetween mountains verður með einstaka tónleika á föstudagskveldinu og önnur skær stjarna tónlistarsenunnar, Auður, verður með konsert á lokadegi hátíðarinnar. Söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg verður með fjölskyldutónleika á laugardeginum og að vanda verður margt í boði fyrir æskuna. Töframeistarinn Einar Mikael verður með töfranámskeið, Kómedíuleikhúsið sýnir Iðunn og eplin og Sirrý verður með sögustund um tröllastrákinn Vaka. Sirrý verður einnig með prógram fyrir þau eldri á opnunarkveldinu er nefnist Kulnun og bjargráð kvenna. Hið ástsæla skáld Auður Jónsdóttir mætir á Actið og les úr verkum sínum og Pétur Jóhann verður með uppistand.


Einsog lesa má er margt í boði, og það í bókstaflegri merkingu því það er ókeypis á Actið, á hátíð ársins. Við má bæta danssýningunni Lost and found, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar verður tilkynntur, skoðunarferð í Landnámsskálann í Botni og síðast en þó fyrst á hátíðinni er hin rómaða fiskiveisla Íslandssögu á Suðureyri.

Dagskrá Act alone 2020


Fimmtudagur 6. ágúst

Kl. 18.31 Fiskismakk – upphafsstef Actsins

Kl. 19.01 Súkkulaðiköku ópera, ópera - 20 mín og svo er kaffi á eftir í 20 mín)

Kl. 20.01 Kulnun og bjargráð kvenna – upplestur og umræðudagskrá með Sirrý Arnardóttur. - 50 mín.

Kl. 21.31 Sæhjarta brúðuleiksýning fyrir fullorðna. Einleikur - 45. mín

Kl. 23.01 Uppistand með Pétri Jóhanni. - 60 mín.

Act Alone, Suðureyri, Elfar Logi Hannesson, einleikur, leiklist, leiklistarhátið, listahátíð, Vestfirðir, landsbyggðin, Pétur Jóhann Sigfússon, úr vör, vefrit
Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand á hátíðinni. Ljósmynd úr safni Act Alone

Föstudagurinn 7. ágúst

Kl. 19.01 Gíraffinn. Einleikur. - 30 mín.

Kl. 20.01 Requiem. Einleikur í kirkjunni. - 60. mín.

Kl. 21.31 Auður Jónsdóttir. Upplestur. – 40. mín

Kl.23.01 Beetween mountains. - 60 mín.

Laugardagur 8. ágúst

Kl. 11.46 Skoðunarferð í Landnámsskálann í Botni. – 60 mín.

Kl.13.31 Skáldið á Þröm. Skáldastund með Arnari Jónssyni við minnisvarða skáldsins á Suðureyri. - 30 mín.

Kl. 14.01 Töfranámskeið með Einari Mikael. - 40 mín.

Kl. 15.01 Iðunn og eplin. Leiksýning. 40 mín.

Kl. 15.46 Sögustund með Sirrý segir frá Tröllastráknum Vaka. - 30. mín.

Kl. 16.26 Berressöð á tánum. Fjölskyldutónleikar með Aðalsteini Ásberg. - 45. min.

Kl.19.31 Lost and found. Danssýning. - 30 mín.

Kl.20.31 Víkingaóperan King Harald. - 15. mín.

Kl.21.31 Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur.

Kl. 21.40 Auður. Tónleikar. 60 mín.Comments


bottom of page