top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Birting


Birting, listasýning, Listasafn Ísafjarðar, Karolína Lárusdóttir, Ísafjörður, list, menning, landsbyggðing, úr vör, vefrit
Verkið Pönnukökuveislan eftir Karolínu Lárusdóttur

Listasýningin Birting var opnuð í Listasafni Ísafjarðar þann 20. janúar síðastliðinn. Sýnt er í sal á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni.


Í fréttatilkynningunni frá forsvarsfólki Listasafn Ísafjarðar segir að brátt klifri sólin yfir fjallsbrúnir og verkin á sýningunni birtast fólki í nýju ljósi. Sum rísa úr dimmri geymslu, önnur koma frá stofnum innan bæjarins og eitt verkanna fær nýjan stað í sama húsi. Verkið Pönnukökuveislan eftir Karolínu Lárusdóttur skapar tilhlökkun með sólarkaffið handan við hornið og því tilvalið að njóta sýningarinnar með hækkandi sól. 


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir að Birting sé fyrsta sýning ársins 2024 hjá Listasafni Ísafjarðar og voru sett upp verk úr safneign, verkin eru ólík sín á milli en eiga það sameiginlegt að höfundar þeirra eru konur. Þetta eru þær Guðbjörg Lind, Karolína Lárusdóttir, Jean Larson, Nína Gautadóttir, Nína Tryggvadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Sara J. Vilbergsdóttir.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér endilega þessa sýningu sem verður opin til 17. febrúar næstkomandi og er aðgangur ókeypis.


Comments


bottom of page