top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Berskjölduð/Unarmed


Berskjölduð, Listasafn Reykjanesbæjar, Reykjanesbæjar, landsbyggðin, list, menning, listasýning, úr vör, vefrit
Frá sýningunni Berskjölduð sem sýnd er í Listasafni Reykjanesbæjar þessa dagana. Ljósmynd Listasafn Reykjanesbæjar

Sunnudaginn 28. mars síðastliðinn opnaði listasýningin „Berskjölduð/Unarmed“ í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Í frétttatilkynningu um sýninguna segir að listafólkið noti eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni.


Á opnunardaginn sýndi Michael Richardt gjörninginn RED MEAT og stóð gjörningurinn yfir yfir allan daginn. Aðrir sýnendur eru þau Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Dýrfinna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva, Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska og Sara Björnsdóttir og sýningarstjórarnir eru þau Amanda Poorvu, Ari Alexander Ergis Magnússon, Björk Hrafnsdóttir, Emilie Dalum og Vala Pálsdóttir.

Berskjölduð, Listasafn Reykjanesbær, Reykjanes, landsbyggðin, list, menning, listasýning, úr vör, vefrit
Frá gjörningi Michael Richardt í Listasafni Reykjanesbæjar. Ljósmynd Listasafn Reykjanesbæjar

Þess ber að geta að sýningin er verkefni meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands. Opið er alla daga milli klukkan 12:00 og 17:00 og er aðgangur ókeypis. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér endilega þessa áhugaverðu sýningu.


Texti: Aron Ingi Guðmundsson



Comments


bottom of page