top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Akranesi


Iceland Documentary Film Festival, kvikmyndahátíð, kvikmyndir, listir, menning, Akranes, landsbyggð, Vesturland, Þorbjörn Þorgeirsson.
Iceland Documentary Film Festival fór fram á dögunum. Ljósmynd Þorbjörn Þorgeirsson.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Iceland Documentary Film Festival var haldin í annað sinn um síðastliðna helgi, nánar tiltekið dagana 15. - 19. júlí. Hátíðina stofnuðu þau Ingibjörg Halldórsdóttir, Heiðar Mar Björnsson og Hallur Örn Árnason og er hún haldin á Akranesi þar sem boðið eru upp á fjölda heimsklassa heimildamynda, barnadagskrá, vandaða tónlistardagskrá, kvöldvökur, jóga og margt fleira. Kvikmyndirnar eru sýndir í Bíóhöllinni á Akranesi. 


Í ár var það heimildarmyndin Collective eftir rúmenska leikstjórann Alexander Nanau sem varð fyrir valinu sem besta heimildarmyndin. Í umsögn dómnefndar segir að Collective fari alveg nýja leið að viðkvæmum efnistökum sem eru spilling og litilsvirðing við mannslíf. “Leikstjórinn Alexander Nanau sem var einnig tökumaður og klippari myndarinnar sýnir mikla næmni við hvernig sagan þróast. Sagan er ekki sögð með texta eða sögumanni og það er bara efnið sjálft sem segir hana. Leikstjórinn grefur djúpt ofan í hneyksli í Rúmeníu þegar næturklúbburinn Collectiv brann og fjöldi manns létust,” segir dómnefnd samkvæmt fréttatilkynningu sem forsvarsmenn hátíðarinnar sendu frá sér.

Iceland Documentary Film Festival, kvikmyndahátíð, hátíð, kvikmyndir, Akranes, landsbyggð, menning, listir, úr vör, vefrit, Þorbjörn Þorgeirsson
Gestir hátíðarinnar gæða sér á veitingum á hátíðinni. Ljósmynd Þorbjörn Þorgeirsson

Sérstaka viðurkenningu dómnefndar hlaut myndin Scheme Birds en hún er frumraun leikstjóranna Ellen Fiske og Ellinor Hallin og er tilfinningalega hrátt portrett a ungri skoskri konu af verkamannastétt tekin frá ljóðrænu sjónarhorni. Besta stuttmynd hátíðarinnar var myndin Carne eftir brasílíska leikstjórann Camila Kater.  Hún er tilraunakennd mynd sem notast við marga miðla til að segja sögur af hlutgervingu kvenlíkamans og hvernig virði líkamanna breytist á mismunandi lífsskeiðum.


Dómnefnd hátíðarinnar þettar árið skipuðu þær Marina Richter kvikmyndagagnrýnandi og Anna Zamecka kvikmyndagerðarmaður. Það voru svo kvikmyndagerðarmennirnir Gunnar Eggertsson, Anka Paunescu og Yrsa Roca Fannberg sem voru í dómnefnd stuttmynda. Hátíðin gekk vel fyrir sig þrátt fyrir óvenju djúpa lægð sem gekk yfir landið á sama tíma og mun án efa skipa stóran sess í hjörtum kvikmyndagerðar- og áhugafólks ef fram heldur sem horfir.

Iceland Documentary Film Festival, kvikmyndahátíð, kvikmyndir, listir, menning, Akranes, landsbyggð, Vesturland, Þorbjörn Þorgeirsson, Between Mountains
Ísfirska hljómsveitin Between Mountains lék lög við góðar undirtektir. Ljósmynd Þorbjörn Þorgeirsson


Comments


bottom of page