top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Einlægir heimatónleikar


Aldrei fór ég suður 2020, heimatónleikar, tónleikar, list, menning, Lay Low, Covid19, úr vör, vefrit
Tónlistarkonan Lay Low flutti fallegt lag í nærveru ungs áhorfenda. Skjáskot úr útsendingu Aldrei fór ég suður 2020

Tón­list­ar­hátíðin Aldrei fór ég suður var hald­in með ansi óhefðbundnu sniði síðastliðna pásk­a á tímum sam­komu­banns­ vegna Covid 19 faraldsins. Hátíðin, sem haldin hefur verið á Ísaf­irði á hverju ári 2004, fór fram án áhorf­enda í þetta skiptið, en var þess í stað streymt í op­inni dag­skrá á net­inu.


Það er óhætt að segja að vel hafi til tekist og var gaman að sjá hversu einlægur flutningur listafólksins var og hversu heimilislegur bragur var á öllu saman. Hátíðin snerti mann beint í hjartastað og komst undirritaður við nokkrum sinnum á meðan á útsendingu stóð. Okkur fannst tilvalið að fá leyfi hjá rokkstjóra hátíðarinnar, honum Kristjáni Frey Halldórssyni, til þess að deila útsendingu hátíðarinnar hér í vefritinu, hlekkur á útsendinguna er hér.



Við hvetjum alla þá sem ekki hafa enn séð hátíðina hingað til að gefa sér tíma til að kíkja á þetta, viðburður sem þessi yljar manni um hjartarætur á þessum skrýtnu tímum og leggur áherslu á mikilvægi menningar og listar í samfélaginu - góðar stundir.


Aron Ingi Guðmundsson,


ritstjóri ÚR VÖR.

bottom of page