Dagana 20. - 21.ágúst næstkomandi fer fram vinnustofa fyrir þátttakendur í nýsköpunarumhverfi landsbyggðanna í Frystiklefanum, Rifi, Snæfellsbæ.
Á vinnustofunni verður velt upp spurningum á borð við:
Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum verið valkostur við borgir?
Hvernig mun nýsköpun breyta framtíð íslenskra landsbyggða?
Hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum breytt framtíð heimsins?
Vinnustofan er samtal milli þeirra aðila sem koma að nýsköpun í dreifðum byggðum: Frumkvöðla, stuðningsumhverfis, opinberra jafnt sem einkaaðila, rannsakenda og uppfræðara. Í stuttu máli: Allra þeirra sem láta sig nýsköpun úti á landi varða. Vinnustofan er liður í því að finna leiðir til að styðja við vistkerfi nýsköpunar um allt land.
Vinnustofan er hluti af verkefninu Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum sem er stutt af Markáætlun um samfélagslegar áskoranir. Stjórn verkefnisins skipa þau Arnar Sigurðson, Mattias Kokorsch, Magdalena Falter og Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Gamanið hefst 12:00 á hádegi föstudaginn 20. ágúst og lýkur kl. 13:00 laugardaginn 21. ágúst. Takmarkað pláss er á vinnustofuna og því eru væntanlegir þátttakendur hvattir til að skrá sig sem fyrst hér í gegnum hlekkinn að neðan:
Við hvetjum áhugasama endilega um að kynna sér þessa vinnustofu.
Comments