top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Sumarskóli um hafið og loftlagsmál

Updated: Aug 13, 2019


Þingeyri, Vestfirðir, Haukur Sigurðsson, landsbyggðin, Future Food Institute, Sameinuðu þjóðirnar, hafið, loftslagsmál, nýsköpun, skóli, úr vör, vefrit
Þriðji sumarskólinn fer fram á Þingeyri. Ljósmynd Haukur Sigurðsson

Samtökin Future Food Institute í samvinnu við matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), standa nú fyrir sumarskólum um matvælaframleiðslu og loftslagsmál. 


Future Food sumarskólarnir um loftslagsmál beina sjónum að mikilvægustu sviðum nýsköpunar og öðrum leiðum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum. Skólarnir leiða saman hreyfivalda allstaðar að úr heiminum úr ólíkum áttum til þess að marka saman áþreifanlegar stefnur og móta nýjungar til þess að hraða aðgerðum í loftslagsmálum og vinna að sjálfbærnimarkmiðum. 

Þrír slíkir skólar fara fram í ár, sá fyrsti var haldinn í New York og var þemað þar borgir, annar var haldinn fyrir skemmstu í Tókíó um sveitir og hafa Vestfirðir verið valdir sem staðsetning fyrir þriðja skólann, sem mun fjalla um hafið.

Skólinn fer fram í Blábankanum á Þingeyri frá 1. - 7. september næstkomandi og von er á frumkvöðlum og áhrifafólki á sviði matvælaframleiðslu og loftslagsmála alls staðar að úr heiminum.


Sameinuðu þjóðirnar, Sara Roversi, José Graziano da Silva, Future Food Institute, Vestfirðir, Þingeyri, skóli, hafið, landsbyggðin, nýsköpun, úr vör, vefrit
Sara Roversi (t.v.) stofnandi Future Food með José Graziano da Silva (t.h.) framkvæmdastjóra FAO

Íslendingum gefst kostur á að sækja um þáttöku í skólanum auk þess sem áhugasömum verður er boðið að skrá sig til leiks í opinni vinnustofu þann 5. september sem miðar að því að vinna að raunhæfum lausnum í loftslagsmálum. Í fréttatilkynningu frá Blábankanum er vitnað í nokkra aðila sem koma að verkefninu. Sara Roversi, stofnanda Future Food Institute segir að í samstarfi við FAO sé markmiðið að hraða breytingum og finna fólk sem vilji láta til sín taka.

„Við gerum það með því að halda þrjú sumarnámskeið á mjög ólíkum stöðum um heiminn. Námskeiðin í New York og Tókíó hafa gengið mjög vel, en það er mikil eftirvænting hjá okkur að komast í tæri við óspillta náttúru á Þingeyri, læra meira um áskoranir Vestfjarða, kynnast nýjustu tækni í sjávarútvegi, og hvernig Íslendingar eru að nýta nánast allt af fiskinum.“
Þingeyri, Vestfirðir, Haukur Sigurðsson, fiskverkun, landsbyggðin, skóli, hafið, loftslagsmál, sameinuðu þjóðirnar, Future Food institute, nýsköpun, úr vör, vefrit
Fiskur verkaður á Þingeyri. Ljósmynd Haukur Sigurðsson.

José Graziano da Silva framkvæmdastjóri FAO segir markmið sumarskólana vera að stuðla að veldisvexti jákvæðra breytinga. „Þessu náum við fram með því að líta á nýsköpun í matvælahagkerfinu sem lykillausn á brýnustu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.“ segir José. Ingi Björn Sigurðsson fulltrúi Future Food Institute á Íslandi segir að það sé ótrúlega mikill fengur að fá sumarskóla Future Food Institute og FAO til Íslands. „Ástæðan fyrir því að þau völdu Ísland er fyrst og fremst nálægðin við hafið en ekki síður sá árangur sem Íslendingar hafa náð við að nútímavæða sjávarútveg sinn.“ segir Ingi.


Arnar Sigurðsson, bankastjóri Blábankans, vísar í slagorð vefritsins ÚR VÖR og segir að á litlum stöðum fæðist stórar hugmyndir. Hann bætir við að matvæli og hafið sé viðfangsefni sem standi samfélögunum á Vestfjörðum nærri og hafi verið samofið örlögum þeirra um aldir.

Vestfirðir, Þingeyri, skóli, hafið, sameinuðu þjóðirnar, future food institute, landsbyggðin, nýsköpun, Haukur Sigurðsson, úr vör, vefrit
Það er vel við hæfi að sumarskóli um hafið fari fram í þorpi á borð við Þingeyri. Ljósmynd Haukur Sigurðsson

„Þessi samfélög hafa mikið til málanna að leggja þegar kemur að þeim vanda sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga, og því erum við stolt yfir því að hýsa frumkvöðla og áhrifavalda allstaðar að úr heiminum til þess að þróa saman lausnir.“ segir Arnar.

Fyrir áhugasama þátttakendur sem búa á Íslandi þá eru nokkur pláss fyrir nemendur að taka þátt í skólanum sér að kostnaðarlausu, utan kostnað við gistingu og ferðalög. Auk þess verður vinnustofa þann 5. september, þar sem ætlunin er að nemendur í samstarfi við Vestfirðinga og velunnara vinni að raunhæfum verkefnum, það er öllum frjálst að skrá sig til þáttöku á meðan húsrúm Blábankans leyfir. Frekari upplýsingar um skólann og vinnustofuna má finna á www.blabankinn.is

Þingeyri, Vestfirðir, landsbyggðin, hafið, skóli, sameinuðu þjóðirnar, blábankinn, Haukur Sigurðsson, Future Food Institute, landsbyggðin, úr vör, vefrit, nýsköpun
Blábankinn mun hýsa sumarskólann sem fram fer dagana 1. til 7. september næstkomandi. Ljósmynd Haukur Sigurðsson

#Blábankinn #Þingeyri

Comments


bottom of page