top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Nýsköpun í #sjálfbærni #vellíðan #nærsamfélagi


Arnhildur Lilý Karlsdóttir, pistill, covid19, landsbyggðin, nýsköpun, sjálfbærni, nærsamfélag, úr vör, vefrit
„Þegar einum kafla lýkur svo skyndilega tekur við ástand þar sem allt fer á hvolf og við neyðumst til að enduruppgötva okkur sjálf, tilveru okkar og í mörgum tilfellum, lífsviðurværi.“ Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Manstu hvað þú hugsaðir um áramótin síðastliðin, þarna rétt eftir miðnætti þegar nýja árið var að ganga í garð? Horfðirðu fram á veginn og reyndir að gera þér í hugarlund hvernig árið myndi verða? Strengdirðu kannski áramótaheit? Þessi töfrastund ármótanna þegar allt er mögulegt markar fyrir suma ekki aðeins nýtt ár heldur jafnvel nýtt upphaf. En þetta augnablik fyrirheitanna lét ekkert uppi um hverrnig heimsmynd okkar átti eftir að breytast aðeins nokkrum vikum síðar.

Og það var einmitt það sem gerðist og ekkert er nú sem áður.

Lífið sem margir Vesturlandabúar stunduðu síðust ár, s.s. ástæðulausar snattferðir á milli landa og óhófleg neysla, heyrir nú sögunni til. Eða í það minnsta í því formi sem áður var. Nú liggur mest allt flug niðri, heimsbyggðin, nánast eins og hún leggur sig, er í sóttkví, og ferðamannaiðnaðurinn er óhjákvæmilega í sögulegri lægð. Og hvað tekur þá við?

Þegar einum kafla lýkur svo skyndilega tekur við ástand þar sem allt fer á hvolf og við neyðumst til að enduruppgötva okkur sjálf, tilveru okkar og í mörgum tilfellum, lífsviðurværi.

Arnhildur Lilý Karlsdóttir, pistill, nýsköpun, nærsamfélag, sjálfbærni, landsbyggðin, úr vör, vefrit
„Allir hafa jöfn tækifæri til að búa til eitthvað nýtt, og ég er sannfærð um að margar stórkostlegar hugmyndir munu líta dagsins ljós næstu vikur og mánuði.“ Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir
En nú horfum við á alveg nýtt landslag, jah eða gamalt, landslag með engum ferðamönnum. Og mögulega er það hér sem töfrastundin er komin. Stundin þar sem allt er mögulegt. Nú er tími enduruppgötunnar, að taka nýja stefnu og útgangspunkturinn ætti að vera: sjálfbærni, vellíðan og nærsamfélagið.

Hvernig gerum við það? Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við ættum heldur ekki að bíða eftir því að láta einhvern annan segja okkur að það. Nú má segja að allir sitji við sama borð, stór samfélög sem smá. Allir hafa jöfn tækifæri til að búa til eitthvað nýtt, og ég er sannfærð um að margar stórkostlegar hugmyndir munu líta dagsins ljós næstu vikur og mánuði. Við sem búum útá landi og höfum fundið fyrir þyngdarafli borgarinnar draga að sér gott fólk, athygli og orku frá landsbyggðinni, höfum núna tækifæri til að skapa okkar eign þungamiðju og þyngdarafl. Fráleit hugmynd? Ég held ekki.

Arnhildur Lilý Karlsdóttir, pistill, landsbyggðin, nýsköpun, sjálfbærni, nærsamfélag, úr vör, vefrit
„Nú er tími enduruppgötunnar, að taka nýja stefnu og útgangspunkturinn ætti að vera: sjálfbærni, vellíðan og nærsamfélagið.“ Ljósmynd Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Nýsköpun í #sjálfbærni #vellíðan #nærsamfélaginu. Ekki bíða, verum þátttakendur í að skapa nýjan heim.Comentarios


bottom of page