top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Málþing: Samband nýsköpunar og samfélags


Blábankinn, Þingeyri, málstofa, nýsköpun, Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Það hefur verið margt á dagskrá í Blábankanum á Þingeyri að undanförnu og oft á tíðum þétt setið. Ljósmynd Blábankinn

Það hefur margt verið á dagskrá að undanförnu í Blábankanum á Þingeyri í tilefni af nýsköpunarhemilsins þar sem fjallað var um hér í vefritinu nýlega. Síðastliðinn laugardag fór fram málþing í Blábankanum um samband nýsköpunar og samfélags.

Á málþinginu var rætt og skoðað hvernig nýsköpun og samfélög hafa áhrif á hvort annað og hvernig nýsköpun og sköpunarkraftur getur gefið samfélögum sem kraft og innblástur til að takast á við breyttar aðstæður. Einnig var velt vöngum yfir hver samfélagsleg ábyrgð fólks sem vinnur að nýsköpun eða í skapandi geiranum sé.

Málþingið var styrkt af verkefninu „Öll vötn renna til Dýrafjarðar“. Það var opið öllum og fór fram á ensku. Fyrir þá sem ekki gátu verið viðstaddir var henni streymt í samstarfi Blábankans og vefritsins ÚR VÖR. Þeir sem tóku til máls voru:


Mattias Kokorsch (Háskólasetur Vestfjarða)

Magdalena Falter (Doktorsnemi)

Lizette Kristiansen Taguchi (The Seed)

Arnar Sigurðsson (Blábankanum)


Hægt er að sjá upptöku af málþinginu hér og hvetjum við alla áhugasama um málefnið um að kynna sér þessar áhugaverðu umræður sem sköpuðust þennan dag.


Kommentare


bottom of page