top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

„Hætti að vera fyndið þegar ég fékk styrkinn“


Bera, Lefever Sauce Company, hot sauce, sósa, nýsköpun, Djúpivogur, Austurland, landsbyggð, úr vör, vefrit
William Óðinn Lefever í eldhúsinu á Karlsstöðum. Ljósmynd Lefever Sauce Company

Það er óhætt að segja að á Djúpavogi séu hlutir að gerast. Nýlega fjölluðum við um Hafsalt og á dögunum heyrði blaðamaður ÚR VÖR í William Óðni Lefever, eiganda Lefever Sauce Company, sem framleiðir sterku sósuna Beru. Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan og er nefnd eftir austfirskri skessu og framleidd í samnefndum firði.


Óðinn segir undirrituðum að hugmyndin að Beru hafi orðið til fyrir allnokkrum árum síðan, þegar hann og konan hans, Greta Mjöll Samúelsdóttir bjuggu í Boston og kynntust þar sterkum sósum. „Ég hafði lengi verið hrifinn af sterkum sósum en ég tengdist þó ekkert við þennan matarheim hér heima á Íslandi. Svo þegar við fluttum til Boston, þá sá maður svo margar týpur og tegundir af sósum og ég féll alveg fyrir þessu. Þar kynntist ég fólki sem var að búa þetta til sjálf, en ég hafði ekki áttað mig á því að það væri hægt. Þannig að ég ákvað að búa til mína eigin sósu þegar ég kom heim árið 2012 og leyfði fólki að prófa og fékk góð viðbrögð.


Að sögn Óðins hafði hann þó ekki hugsað sér að selja sósuna, en þetta hafi orðið meiri alvara þegar þau hjón fluttu austur á Djúpavog og heyrðu af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Óðinn sótti í kjölfarið um ákveðna fjárhæð til Uppbyggingarsjóðs Austurlands og fékk umsóknina samþykkta. Styrkurinn gekk út á að gera eitt upplag, u.þ.b. 2000 flöskur til að setja á almennan markað og tókst það að sögn hans.

„Þetta hætti vera fyndið þegar ég fékk styrkinn því þá þurfti ég í raun að fara að gera þetta, en það var líka bara gaman. Ég fékk styrkinn í byrjun árs 2018 og árið fór í að undirbúa allt frá grunni, þ.e. fá leyfi, klúðra málum og redda málum og læra um þetta. Í kjölfarið var mér boðið að taka þátt í matarmarkaði Búrsins í Hörpunni rétt fyrir jólin árið þetta sama ár. Það gekk mjög vel þar og ég fékk góðar viðtökur.

Á einni helgi seldi ég helminginn af upplaginu, eitthvað sem ég hélt að væri eilífðar upplag af hot sauce fyrir sjálfan mig!“ segir Óðinn og hlær.

Bera, Lefever Sauce Company, Djúpivogur, Austurland, landsbyggðin, nýsköpun, úr vör, vefrit
Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan og er nefnd eftir austfirskri skessu. Ljósmynd Lefever Sauce Company

Eftir það sótti Óðinn aftur um í Uppbygginarsjóð Austurlands var pælingin í þetta sinn að komast á legg varðandi framleiðslu, tækjakaup, að færa út kvíarnar og koma vörunni í sölu á fleiri stöðum ásamt því að huga að markaðssetningu. Þetta hefur gengið vel, það er pláss á markaðnum og áhugi og salan hefur aukist umtalsvert á þessu ári samanborið frá sama tíma í fyrra. Þetta er auðvitað bara áhugamál sem hefur farið úr böndunum en það er kominn vísir að örlitlu matvælafyrirtæki sem kannski getur haldið áfram.“ segir Óðinn.


Sósan er framleidd á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Óðinn fékk aðgang að löggiltu eldhúsi hjá Svavari og Berglindi á Havarí. Óðinn segir að þau hjón hafi hjálpað sér mjög mikið mér svakalega mikið, en sjálf eru þau með framleiðslu á grænmetispylsunum Bulsur. „Sósan er unnin úr íslenskum hráefnum eins og kostur er. Það er ekki allt hægt, það er t.d. enginn sem ræktar mangó sjálfur. En saltið og edikið er íslenskt og nýlega hóf ég að nota íslenskan Habaneropipar, ég sannfærði einn garðyrkjubónda til að rækta mikið meira en hann hefur gert til þessa og var uppskeran af því núna í lok sumars.

Framleiðslutíminn á sósunni er ekkert svo mikill, ég vinn yfir helgi og afkasta jafnvel 1000 flöskum sem er góður skammtur. Þannig að þetta er fljótunnið, allavega þessi týpa. Svo stefni ég á frumsýningu á nýrri sósu sem verður kynnt á matarmarkaði í Hörpu þetta árið. Það er gerjun í henni og þá þarf hún að standa og þroskast í hálfan mánuð, þannig að það mun taka meiri tíma.“ segir Óðinn.
Bera, Lefever Sauce Company, Matarmarkaður Hörpu, hot sauce, sósa, nýsköpun, Djúpivogur, Austurland, landsbyggð, nýsköpun, úr vör, vefrit
Bera var kynnt á matarmarkaði Búrsins í Hörpu á síðasta ári. Ljósmynd Lefever Sauce Company

Óðinn segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef hann hefði búið fyrir sunnan. Tveir lykilþættir komu til fyrir austan, en það er framleiðslurými og fjármagn. „Minn rekstur er ekki mjög dýr, en þetta eru meiri peningar en maður á til að byrja eitthvað áhugamál. Þannig að lykilþættir eru Uppbyggingarsjóður Austurlands og aðstaðan á Karlsstöðum. Ég og konan mín erum saman í þessu hér, ég er „do-erinn og hún „thinkerinn“.

Ég hef séð um framleiðsluna og megnið af vinnunni í kringum þetta, þessa handavinnu, en hún gefur mér það svigrúm sem ég þarf. Þetta tekur tíma og við eigum þrjú lítil börn, svo kemur hún með hugmyndir sem mér hefði aldrei dottið í hug, varðandi útlit, markaðssetningu, framleiðslu og allt. Hún er mikilvægur þáttur í þessu fyrirtæki, enda eigum við þetta saman.“ segir Óðinn að lokum.


Comments


bottom of page