top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

„Eins og að dansa líkt og enginn horfi“

Updated: May 2, 2019


Heilandi dagar, Húsavík, María Kjartansdóttir, jóga, úr vör, vefrit, landsbyggðin
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, annar af forsprökkum Heilandi daga á Húsavík. Ljósmynd María Kjartansdóttir

Heilandi dagar á Húsavík voru haldnir í annað sinn á dögunum. Blaðamaður ÚR VÖR heyrði í forsprakka viðburðarins, henni Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur á dögunum og fékk að heyra um hvað málið snýst og hvernig hugmyndin kviknaði.


Harpa sagði undirrituðum að við gengið væri útfrá að hafa dagskrána sem mest endurnærandi og heilandi og að því sem snýr að heilrækt og mannrækt.

Boðið er upp á heila helgi af viðburðum þar sem jóga kennurum er boðið norður og lagt er upp með fjölbreytta dagskrá. Huld Hafliðadóttir, sem kennt hefur jóga á Húsavík síðastliðin tíu ár, hefur lagt mikilvægan grunn og kynningu á andlegum leiðum á Húsavík að sögn Hörpu.

Jóga kennararnir gistu í Kaldbakskoti, litlum kotum við Kaldbakstjörn sem er u.þ.b. kílómeter fyrir utan Húsavík. Samkvæmt Hörpu nutu þau góðs af orkunni frá Kinnafjöllunum og segir hún að þetta hafi verið áhrifamikil helgi þar sem fallegt samspil hafi myndast, kennararnir hafi ekki síður lært af gestunum eins og af hvort öðru.

Heilandi dagar á Húsavík, Húsavík, jóga, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Kennararnir á námskeiðunum, þær Huld, Elín, Guðrún Birna og Harpa Fönn. Ljósmynd Heilandi dagar á Húsavík

Harpa segir að móttökurnar hafi verið virkilega góðar og stefnt sé á að halda þetta í þriðja sinn og halda þetta alltaf í kringum sumardaginn fyrsta. Harpa ólst upp á Húsavík og hafði lengi verið með gestavinnustofu í Kaldbakskoti. Hún segir að þar hafi verið listamaður eitt árið sem hafi verið andlega sinnaður og honum fannst upplagt að hafa jóga vinnustofu á þessu svæði.

„Ég bý í Reykjavík og eftir fæðingu sonar míns þá fékk ég sterka tilfinningu að koma á æskuslóðirnar og gera eitthvað sniðugt. Og það lá beint við að tala við æskuvinkonu mína hana Huld og ákvaðum við að setja á fót gestavinnustofu hér í Kaldbakskoti og bjóða svo upp á jóga tíma á Húsavík og með því gefa tilbaka til samfélagsins.“ segir Harpa.

Samkvæmt Hörpu mættu fimmtíu til sextíu manns á opnunarviðburðinn og segir að þær hafi verið afskaplega ánægðar með það. Hún segir að jóga tímarnir voru svo í nýstofnuðu jóga setri Huldar og jóga salurinn þar var yfirleitt fullbókaður á hinum viðburðum helgarinnar. Líkt og fyrr segir hafði Huld sáð í jarðveginn á svæðinu varðandi mannrækt og er það ákveðinn grunnur til að byggja á samkvæmt Hörpu. „Það getur reynst krefjandi að koma með nýja hluti inn í lítil samfélög og það er svo mikilvægt að hafa fjölbreytileika í svona litlu bæjarfélagi eins og Húsavík.

Heilandi dagar á Húsavík, Húsavík, Sjóböðin á Húsavík, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Opnunarviðburðurinn var haldinn í sjóböðunum á Húsavík. Ljósmynd Heilandi dagar á Húsavík

„Tölfræðin segir að það séu bara takmarkað margir sem munu hafa áhuga á svona löguðu og það er mikilvægt að gefast ekki upp. Svo eru alltaf einhverjir sem eru forvitnir og vilja prufa og það víkkar sjóndeildarhringinn hjá fólki. Svo er mikilvægt að fá gesti sem eru að upplifa þetta í fyrsta sinn, mikilvægt fyrir þá sem þáttakendur og fyrir kennarana líka.“ segir Harpa.

Aðspurð segir Harpa að mikil vakning hafi verið varðandi mannrækt að undanförnu. Á námskeiðunum var að hennar sögn kennt slökun, svokallað Yin jóga og svokallaða leidda djúphugleiðslu. Auk þess var boðið upp á fyrirlestur um mátt athyglinnar þar sem fjallað var um hvernig hægt sé að breyta hugarfarinu í jákvæðri átt. Harpa segir að svona námskeið séu afar góð fyrir fólk sem vill huga að betra heilsu og vill finna jafnvægi. „Þetta tengist allt, matur, svefn, hreyfing, öndun og hugarfar. Lokaviðburðurinn hjá okkur var svo möntrukvöld og stefnum við á að hafa það alltaf þannig. Möntrur er tæki sem notað er mikið í jóga, farið er með eru helg orð og hljóð sem hafa áhrif á virkni heilans, efnaskipti, líkama og sál.

Heilandi dagar á Húsavík, Húsavík, mantra, úr vör, vefrit, landsbyggðin
Möntrukvöldið var lokaviðburður hátíðarinnar. Ljósmynd Heilandi dagar á Húsavík

„Það er fallegt þegar fólk kemur saman og kyrjar möntrur en það er erfiðast að fá fólk til að mæta á þannig viðburð. Þetta er eins og þegar þú mætir á ballið og að dansa líkt og enginn horfi, það skiptir engu máli hvernig þér finnst að þú dansir eða hvort að einhver sé að horfa á.“ segir Harpa.

Harpa segir að mestmegnis hafi heimamenn sótt viðburðinn en einnig hafi erlendir innflytjendur frá Húsavík verið forvitnir um þetta. Hún segir að viðburðurinn sé opinn öllum og vonast hún að í framtíðinni muni vonandi koma fólk allstaðar að. „Það er gott að gefa tilbaka til bæjarfélagsins. Mér þykir afar vænt um að geta komið og verið með þessa viðburði í gamla sveitarfélaginu mínu. Þótt það mæti ekki nema einn, þá er það nóg.

Heilandi dagar, Húsavík, mantra, jóga, heilrækt, úr vör, vefrit, landsbyggðin
Mikil vakning hefur verið í heilrækt að sögn Hörpu Fannar. Ljósmynd Heilandi dagar á Húsavík

„Það er gott að það sé fjölbeytni í bæjarfélaginu svo að fólk þurfi ekki að sækja viðburði annað. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem eru ungir, að kynnast, sjá og heyra um hluti sem hafa ekki verið til staðar hér áður.“ segir Harpa að lokum.

留言


bottom of page