Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars var á dagskrá skemmtilegur spjallþáttur sem Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blábankans á Þingeyri stóð fyrir. Í þættinum tók hann tali tvo af notendum Blábankans þessa stundina, þau Joe Ochoa og Jaiwon Yoo, en þau hafa dvalið á Þingeyri að undanförnu og unnið að verkefnum í Blábankanum. Joe er svokallaður stafrænn flakkari og Jaiwon vinnur við kvikmyndahátíðir.
Þau Arnar, Joe og Jaiwon spjölluðu á léttu nótunum um ýmislegt er tengist dvöl þeirra á Þingeyri og störfum þeirra. Hlaðvarpsþátturinn var í samstarfi við vefritið ÚR VÖR, er þetta í annað sinn sem svokallað Blábankahorn birtist hér og standa vonir um að boðið verði upp á þetta reglulega.
Sjón er sögu ríkari, kíkið endilega á þetta hér:
コメント