Kæru lesendur, áskrifendur og gestir, gleðilegt nýtt ár! Um þessar mundir siglir vefritið inn í sitt fimmta starfsár og við slík tímamót er upplagt að draga djúpt andann, fara yfir farinn veg og huga að því hvað framundan er.
Við erum staðráðin í að halda ótrauð áfram, bjóða upp á reglulegt efni í okkar málaflokkum sem og að birta skemmtilega pistla eftir lausapenna okkar.
Við erum afar stolt að segja frá því að frá því að vefritinu var ýtt úr vör, í mars mánuði árið 2019, þá hafa birst yfir 330 greinar hvorki meira né minna! Það er því af nógu að taka fyrir þá sem eru að uppgötva okkur núna.
Það gætu verið spennandi nýjungar í farvatninu, en aðeins of snemmt er að segja til um það og því munum við tilkynna um slíkt þegar meira er vitað um framvindu mála, í millitíðinni höldum við bara okkar striki.
Við segjum því bara áfram gakk, áfram með skrifin, áfram með lesturinn og viljum við nota tækifærið og þakka áskrifendum okkar kærlega fyrir stuðninginn sem er hvort tveggja ómetanlegur sem og nauðsynlegur. Það er enn hægt að gerast áskrifandi og verður sá möguleiki áfram fyrir hendi og hvetjum við áhugasama um að kynna sér þann valkost betur hér í vefritinu.
Góðar stundir.
Starfsfólk ÚR VÖR.
Yorumlar