top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Tæknimennt er byggðaaðgerð

Updated: Apr 9, 2020


Tæknimennt, snjallkistan, Þingeyrjarsýslan, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, landsbyggðin, norðurland, úr vör, vefrit
„Getur verið að krakkinn sem finnst bóknámið alveg hrútleiðinlegt, renni frekar í gegnum það ef hann má að þeim verkefnum loknum setjast yfir að forrita ljósaseríu til að blikka í takt við tónlist á árshátíðinni?“ Ljósmynd Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Skyldi fjórða iðnbyltingin vera handan við hornið eða er þetta eitthvað eins og „tvöþúsund“ vandinn sem skapaði mörgum tölvunarfræðingum aukavinnu? Þessa vangaveltu heyrði ég um daginn. Hitt veit ég að hraði tækninnar er mikill og í framtíðinni verður aðeins til brot af þeim störfum sem í dag þykja sjálfsögð. Að því sögðu, það voru jú eitt sinn til störf sem í dag þykja frekar hjákátleg. Það störfuðu margar konur á símstöðinni við að tengja saman símtöl fólks, eða mjólkurpósturinn sem bar mjólk í hús og svo má lengi telja. Um daginn reyndi ég að útskýra fyrir sjö ár syni mínum framköllun ljósmynda, það gekk verr heldur en útskýra videoleigurnar.


Í rækjuvinnslu var eitt sinn vél sem leisti af hólmi tíu störf og var kölluð „kerlingarbaninn“, kannski ekki fallegt en að nokkru rétt, þar sem tíu konur höfðu áður starfað við flokkun rækjuskelja stóð nú vél og vann starfið.

Í litlum byggðarlögum sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi þarf að eiga sér stað samtal. Hvað erum við að gera fyrir ungu kynslóðina okkar, til að undirbúa þau undir framtíðina og framtíðarstörf? Svarið er margþætt en mín trú er að ein lausn geti verið aukin tæknimennt í grunnskólum.

Barn sem lærir kóðun margfaldar hæfni sína til framtíðar, kenndu því einfalda rafmagnsfræði og örvaðu forvitnina. Af hverju ekki að setjast niður með barninu þínu við spjaldtölvuna í stað þess að fussa og sveia, gera frekar eitthvað með þeim. Hlaða niður einföldum leik sem kennir grunninn í kóðun. Finna út út þessu saman. Gallinn er helst sá að þau hafa svo gríðarlega hæfileika að á örskömmum tíma er færni þeirra langt umfram þína.„Mamma er enn á þriðja borði“ sagði sonur minn kíminn þegar ég var að segja vinkonu frá kappakstursbíla kóðunar leik sem ég hlóð niður með þeim. Litla dýrið. Í dag stillir smiðurinn mælitæki sín, skipstjórinn sjálfstýringuna o.s.frv. – það er nú þegar kóðun alls staðar og eykst bara.

Tæknimennt, snjallkistan, þingeyjarsýsla, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, norðuland, landsbyggðin, tækni, úr vör, vefrit, frumkvöðlastarf
„Örvið og viðhaldið forvitni barnanna. Leyfið þeim að prófa sig áfram.“ Ljósmynd Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Í haust byrjuðu Snjallkistur að ganga á milli grunnskóla í Þingeyjarsýslum. Lítil hugmynd sem getur vonandi velt þungu hlassi. Allavega orðið kveikur að einhverju góðu. Kisturnar eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Norðausturlands sem og fyrirtækjum í heimabyggð í gegn um verkefnið Tæknimennt sem byggðaaðgerð, sem Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga standa saman að.

Í kistunum er alls kyns sniðugt tæknidót sem ætlað er til kennslu, til að örva tæknimennt, raungreina- og frumkvöðlafærni, stafræna færni og svo má lengi telja. Þar eru einfaldir og flóknir róbótar, sett fyrir einfalda rafmagnsfræði, vinylskurðarvél fyrir grafíska hönnun, legóróbótar, ofl. Verkefnið kemur í kjölfar þarfagreiningar og annarra verkefna er sneru að tæknimennt þar sem skortur á tækjabúnaði, þekkingu og oft skilningi fræðsluyfirvalda ræður því að ekki er einfalt að innleiða tæknimennt. Fab lab smiðjurnar víða um land eru snilldin ein en oft er langt er að fara þangað með ærnum tilkostnaði.


Hvað gera bændur þá? Kaupa búnað sem gengur nú á milli skólanna til prufukeyrslu og kynningar, notað í kennslu, til afþreyingar og er strax að vekja mikla lukku hjá börnum og kennurum.

Getur verið að krakkinn sem finnst bóknámið alveg hrútleiðinlegt, renni frekar í gegnum það ef hann má að þeim verkefnum loknum setjast yfir að forrita ljósaseríu til að blikka í takt við tónlist á árshátíðinni?
Tæknimennt, snjallkistan, norðurland, frumkvöðlastarf, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, þingeyjarsýsla, landsbyggð, úr vör, vefrit
„Verkefnið kemur í kjölfar þarfagreiningar og annarra verkefna er sneru að tæknimennt þar sem skortur á tækjabúnaði, þekkingu og oft skilningi fræðsluyfirvalda ræður því að ekki er einfalt að innleiða tæknimennt.“ Ljósmynd Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Vonast er til að verkefnið stuðli að því að skólarnir kynnist þessum búnaði til kennslu og fari frekar út í að kaupa eigin tæki og tól. Landsbyggðina vantar fleiri frumkvöðla. Stundum vantar bara einn til að breyta heilu byggðarlagi. Til þess þurfum við að sá fræjum, því það er alveg ljóst að lítil er uppskeran öðruvísi.

Örvið og viðhaldið forvitni barnanna. Leyfið þeim að prófa sig áfram. Setjið nytsama tækni í hendurnar á þeim. Ekki hneykslast á tölvunotkun barnanna og snúa ykkur svo að kaffivélinni, ýta á takka og setja þar af stað röð aðgerða sem einhver kóðaði inní vélina. Hvað sem þið gerið, ekki gera ekki neitt!
Tæknimennt, snjallkistan, Þingeyrjarsýsla, landsbyggðin, tækni, frumkvöðlastarf, norðurland, úr vör, vefrit
„Mamma er enn á þriðja borði“ sagði sonur minn kíminn þegar ég var að segja vinkonu frá kappakstursbíla kóðunar leik sem ég hlóð niður með þeim.“ Ljósmynd Gréta Bergrún JóhannesdóttirComments


bottom of page