top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

List fyrir framtíð


Elfar Logi Hannesson, list fyrir framtíð, list, menning, Húsið-Creative Space, Patreksfjörður, Vestfirðir, landsbyggð, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit
„Það að upplifa list í sínu heimahéraði á æskuárum er mörgum sinnum mikilvægara en byggðakvóti.“ Frá listasýningu í Húsið-Creative Space, Patreksfirði. Ljósmynd Julie Gasiglia

Áfram skal huxað upphátt um list á landsbyggð. Kannski hefði þessi huxunarpistlaröð mín átt að byrja á þessari huxun. List fyrir framtíð. Þá erum við að tala um okkar raunverulegu framtíð, æskuna, unga fólkið þau sem munu skapa og erfa vora eftirdaga. Vissulega er þetta risastórt og víðfermt efni. Alveg frá menntun til aðgengis. Bætum við enn einum þætti sem gæti jafnframt verið sóknarfæri landsbyggðar. Sem felst í því að laða til landsbyggðar nýútskrifaðra nema úr listaskólum með því að bjóða uppá styrki til að dvelja á listsköpunnarstofum á landsbyggð. Það er gaman að huxa svo skellum okkur í þessa djúpu listalaug.

Við skulum ekkert vera að æsa neinn með því að fara að bera saman íþróttir og listir. Miklu frekar segjum: Það ætti að vera bæði sport og listir á stundaskrá í æskuskólum þessa lands. Þannig jöfnum við aðgengi allra að bæði sporti og listum. Í dag er því þannig farið að æskan hefur aðeins jafnan aðgang að sportinu og í alltof fáum tilfellum af listum. Enda er listkennsla sorglega lítið áberandi í grunnskólum.

Sums staðar er staðan einfaldlega sú að ef æskan vill nema listir þá þarf að fara í sérstakan listaskóla og borga fyrir það marga peninga. Enda um einkaskóla að ræða. Þetta er einsog skáldið sagði: Vitlaust gefið.

Elfar Logi Hannesson, List fyrir framtíð, list, menning, landsbyggð, Aron Ingi Guðmundsson, úr vör, vefrit
„Þar erum við líka komin að þessum mikilvæga þætti sem oft vill gleymast þegar talað er um landsbyggð. Það er jafnt aðgengi allra.“ Ljósmynd Aron Ingi Guðmundsson

Víst getur skólafólk strax gripið til varna og sagt: Það er bara engin hér í þorpinu sem kann að kenna listir. Það er örugglega í mörgum tilfellum rétt en hinsvegar eru alltaf lausnir. Ef þú huxar strax og svarar svo þetta er ekki hægt, þá er náttlega ekkert hægt né nokkurn tíman gert. Hér mætti gera einsog var löngum áðurfyrr að kennsla var tekin í lotum, í ákveðnum greinum á landsbyggðinni. Einmitt vegna þess að engin var búandi kennari í viðkomandi grein. Þannig var það t.d. á Bíldudal lengi vel að þar var skíða-, dans- og sundkennsla í boði fyrir æskuna hvern vetur. Þó engin væri búandi kennarinn og reyndar í síðasta tilfellinu ekki einu sinni sundlaug. Þetta var einsog hvert annað átak, kennt var í tvær vikur og þá voru bara allir skíðandi, dansandi eða syndandi lungan úr skóladeginum.


Huxum í lausnum huxum um framtíðina.

Fjölbreytni er mikilvæg alveg einsog getið var hér að ofan, að hafa bæði sport og listir. Menntun er ekki nóg fyrir framtíðina það þarf einnig upplifun á öllum sviðum. Það er miklu skemmtilegra að fara á körfuboltaleik en sjá hann í sjónvarpinu. Sama á við um listina og hvað þá að hafa kost á því að sjá listviðburði í eigin heimabyggð. Þar erum við líka komin að þessum mikilvæga þætti sem oft vill gleymast þegar talað er um landsbyggð. Það er jafnt aðgengi allra. Þannig er það alls ekki í dag og hvað þá í listum.

Það er t.d. mjög ólíklegt að atvinnulistviðburði einsog sinfoníutónleikar fari fram í 300 manna þorpi fyrir norðan, eða nútímadanssýning fari fram í 200 manna þorpi fyrir austan og eða balletsýning fari fram í 100 manna þorpi fyrir vestan. Ástæðan er einföld það eru bara ekki nógu margir áhorfendur til að ná hinu fræga núlli við framkvæmd viðkomandi viðburðar. Hér þarf hið sljóa Menningarmálaráðuneyti að koma til. Stofnum sem hefur algjörlega gleymt landsbyggðinni í öllu er viðkemur listum. Segja skal hlutina einsog þeir eru enda engum gerður greiði af öðru.

List fyrir framtíð, list, menning, Elfar Logi Hannesson, landsbyggð, Aron Ingi Guðmundsson, úr vör, vefrit
„Það ætti að vera bæði sport og listir á stundaskrá í æskuskólum þessa lands.“ Ljósmynd Aron Ingi Guðmundsson

Enn er vitlaust gefið þegar list á landsbyggð er rædd en þá er ekkert annað að gjöra en að hefjast handa og rétta stöðuna. Betra seint en ekki. Það að upplifa list í sínu heimahéraði á æskuárum er mörgum sinnum mikilvægara en byggðakvóti.


Það hefur verið að færast í aukanna að listapparöt og einstaklingar hafi komið á fót listsköpunarstofum útá landsbyggðinni. Þar er um að ræða aðstöðu fyrir aðkomu listamenn til að vinna að sínum verkum. Aðstæðurnar eru allskonar allt frá einu skrifborði og stól, sem oft er bara nóg, til stærri rýma. Sumir bjóða einnig uppá gistimöguleika og allt vitanlega á kaupfélagsverði. Skiljist sanngjörnu- og eða viðráðanlegu verði.

Fyrir unga listamenn getur þó þessi greiðsla, sem þó sanngjörn sé, verið óviðráðanleg. Þegar viðbætist uppihald og svo vitanlega verður einhver tekjumissir meðan á dvöl stendur, það kostar nefnilega að skapa. Því miður eru fáir sjóðir að sækja í sem styrkja listamenn til að vera í listsköpunarstofum. Víða erlendis er hinsvegar boðið uppá styrki til að sækja listsköpunarstöðvar og þess vegna fara einmitt margir ungir listamenn frekar til úttlanda en útá land því engin er sjóðurinn.
Elfar Logi Hannesson, list framtíðarinnar, list, menning, Blábankinn, Þingeyri, landsbyggð, Vestfirðir, Anar Sigurðsson, úr vör, vefrit
„Það hefur verið að færast í aukanna að listapparöt og einstaklingar hafi komið á fót listsköpunarstofum útá landsbyggðinni.“ Frá Blábankanum á Þingeyri. Ljósmynd Arnar Sigurðsson

Enn vitlaust gefið. En þá er að finna leiðina. Hvað með að sveitarfélög á landsbyggðinni stofni til sjóða sem listamenn geti sótt í til að sækja listsköpunarstofu í viðkomandi sveitarfélagi? Þyrfti ekkert að vera einhver milljóna sjóður, góð byrjun væri einna milljóna króna árlegur sjóður. Sem mundi úthluta millunni til segjum fimm ungra listamanna.


Huxum þetta og framkvæmum svo. Þannig eflum við eigin framtíð.



Σχόλια


bottom of page