top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Hugmynd sem var keyrð í gang


Dokkan, brugghús, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, Hákon Hermannsson, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit, frumkvöðlastarf
Hákon Hermannsson, bruggari hjá Dokkunni. Ljósmynd Julie Gasiglia

Það var ýmislegt á döfinni hjá Hákoni Hermannssyni, bruggara í fyrsta Vestfirska brugghúsinu, Dokkunni þegar blaðamaður ÚR VÖR kíkti í heimsókn í sumar. Blaðamaður fylgdi svo eftir heimsókn sinni og sló á þráðinn á dögunum og fékk að heyra hvernig gengi og hvað væri framundan.


Hákon er fæddur og uppalinn fyrir vestan og segir hann að mágur hans hafi komið með hugmyndina að Dokkunni fyrir tveimur árum síðan.

„Hann var að keyra fyrir austan og sá þar lítið brugghús, hringdi í mig og spurði af hverju það væri ekki brugghús á Ísafirði. Ég sagðist ekki vita það og þá spurði hann hvort við gætum gert eitthvað í því.“ segir Hákon.

Að sögn Hákons var þetta hugmynd sem var keyrð í gang. Í upphafi hafi þetta átt að vera þægilegt lítið brugghús en það hafi svo stækkað aðeins. Hugmyndin kviknaði sem áður segir í október mánuði árið 2017 og mánuði síðar voru þeir búnir að stofna fyrirtæki og byrjaðir að leita að bruggtækjum. Í apríl mánuði á síðasta ári höfðu þeir lokið við tækjakaup og voru búnir að finna húsnæði og brugghúsið ásamt gestastofunni var opnað 1. júní í fyrra.


Auk brugghússins þá er einnig gestastofa í húsnæði fyrirtækisins. Þar er tekið á móti einstaklingum og hópum sem vilja kynna sér starfsemi Dokkunnar. „Gestastofan fór af stað um leið og við opnuðum og það er góð traffík þangað, bæði varðandi ferðamenn og svo hefur heimafólkið verið duglegt að mæta.

Dokkan, brugghús, bjór, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, frumkvöðlastarf, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit
Hægt er að fá að smakka bjóra brugghússins í gestastofunni. Ljósmynd Julie Gasiglia

Í dag eru tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu, en við vorum þrír í sumar, þá er gestastofan opin alla daga en yfir vetrartímann er minna opið þar. Það er þó hægt að koma í skoðunarferðir með hópa, bara um að gera að panta áður.“ segir Hákon.

Hákon segir að sumarið hafi gengið mjög vel, vaxandi gangur sé í starfsemi og góður stígandi í hverjum mánuði. „Það var Októberfest hjá okkur þann 28. september síðastliðinn og við það tilefni kynntum við nýjan bjór sem ber nafnið „Október að neðan“ Það voru tónlistaratriði hjá okkur og svo var boðið upp á Bratwurst pylsur og meðlæti auk saltkringla, bara reynt að búa til smá stemningu. Svo erum við byrjaðir að brugga og pakka jólabjórnum, þannig að það má segja að við séum á undan IKEA með jólastemninguna!“ segir Hákon og hlær.

Dokkan, brugghús, bjór, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, frumkvöðlastarf, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit
Bjórum pakkað á meðan gestir í gestastofunni njóta heimsóknarinnar í brugghúsið. Ljósmynd Julie Gasiglia

„Október að neðan“ bætist því í flóru sex annarra bjóra sem eru fáanlegir núna hjá brugghúsinu og er léttur þýskur bjór að sögn Hermanns. „Þetta er svona létt humlaður bjór, fylgir stemningunni sem þeir hafa á Októberfest úti í Þýskalandi. Við erum ekkert að setja sérstök krydd í þennan, eins og við höfum gert t.d. við jólabjórinn, þessi er frekar einfaldur.“ segir Hákon. Hann bætir við að ekki séu allir bjórar sem bruggaðir hafa verið hjá brugghúsinu fáanlegir í dag, annar október bjór var bruggaður í fyrra, annar jólabjór og svo páskabjór og sumarbjór, samtals ellefu bjórar líkt og áður sagði.


Samkvæmt Hákoni þá er lykilatriðið hjá þeim hið frábæra Vestfirska vatn. Hann segir að þau séu bara að reyna að gera góðan bjór, en hafi ekki verið með sérstök Vestfirsk hráefni til þessa.

„En erum með Vestfjarðatengingu í nöfnunum á bjórunum okkar, allstaðar af Vestfjörðum, líkt og bjórarnir Dynjandi, Drangar, Páska Brellur. Við vonum að við séum að gera eitthvað rétt, en við erum ekki að gera bara einn bjór sem öllum finnst góður, við erum með nokkrar tegundir svo allir finni eitthvað við sitt hæfi.“ segir Hákon.
Dokkan, brugghús, bjór, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, frumkvöðlastarf, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit
Búið að tappa á flöskur, tilbúnir til merkingar. Ljósmynd Julie Gasiglia.

Að sögn Hákons er svolítil barátta að koma inn á þennan markað. Hann segir að maður þurfi að vera duglegur og vera með góða vöru, og að ekki þýði að væla yfir að vera á Ísafirði og að erfitt sé að selja bjór í Reykjavík, hann hafi valið að vera þar og takist því á við það. Hákon lofar andann í handverksbrugghúsunum og segir að brugghúsin séu eins og ein stór fjölskylda. „Menn eru tilbúnir að leiðbeina og hjálpa og gera þetta saman. Ef eitt brugghús ákveður að halda hátíð, þá eru allir tilbúnir að mæta með bjórinn sinn og vinna saman. Við erum í félagasamtökum sem heita Félög handverksbrugghúsa og þar er ekkert stríð í gangi. Þar eru bara allir eru að hjálpa hvor öðrum að verða stærri og vinna í sömu átt, þetta er mjög vingjarnlegur bransi.“ segir Hákon.


Hákon segir að það sé ekki í plönunum að stækka við sig á næstunni.

„Maður vill alltaf stærra húsnæði, en þetta er mjög fínt eins og staðan er í dag. Brugghúsið er virkilega vel staðsett og þótt maður myndi vijla 200 fermetra stærra húsnæði, þá þarftu það ekkert endilega. Við erum ekkert að sprengja utan af okkur ennþá, staðan er bara fín eins og hún er í dag“ segir Hákon að lokum.
Dokkan, brugghús, bjór, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, frumkvöðlastarf, Hákon Hermannson, Aron Ingi Guðmundsson, Julie Gasiglia, úr vör, vefrit
Ritstjóri vefritsins spjallaði við Hákon í heimsókn sinni í brugghúsið síðastliðið sumar. Ljósmynd Julie Gasiglia


bottom of page