top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

95% af öllu wasabi er ekki wasabi

Updated: Mar 26, 2019


Nordic Wasabi, Jurt, Egilsstaðir, úr vör, vefrit
Joh­an Sindri Han­sen t.v. og Ragn­ar Atli Tóm­as­son t.h.. Ljósmynd Nordic Wasabi.

Nordic Wasa­bi er fyrsta vörumerkið sem nýsköpunarfyrirtækið Jurt setur á markað. Nordic Wasabi er hreint wasa­bi og er ræktað á sjálf­bær­an máta í há­tækni­gróður­hús­um á Eg­ils­stöðum þar sem jarðhiti og raf­magn eru nýtt til fram­leiðslunn­ar.


Fyrirtækið Jurt, sem hét áður Wasa­bi Ice­land tók þátt í Startup Reykja­vík sum­arið 2015. Stofn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru þeir Joh­an Sindri Han­sen og Ragn­ar Atli Tóm­as­son og kynntust þeir í verkfræðinámi við Háskóla Íslands. Einka­fjár­fest­ar hafa komið að upp­bygg­ingu fyrirtækisins en fyrirtækið hefur að auki hlotið styrki frá Tækniþró­un­ar­sjóði og Upp­bygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands.


Blaðamaður ÚR VÖR spjallaði við Ragnar Atla um hvernig þetta kom allt til, hvernig viðtökurnar eru og hvernig svona framleiðsla gengur fyrir sig.

Okkur langaði til þess að nota þær auðlindir sem við höfum í jarðhitanum, í vatninu, rafmagninu og loftinu hér á Íslandi ásamt því að nota ímyndina af landinu til að búa til hágæða útflutningsvöru. Íslendingar hafa góða þekkingu og aðstöðu í ræktun á grænmeti, en eru mest í því að rækta kál, gúrku og tómata fyrir heimamarkað. Okkur langaði að gera eitthvað sérstakt sem myndi vekja athygli heima og erlendis og væri hægt að flytja úr landi og búa þannig til nýja útflutningsvöru.“ segir Ragnar Atli.
Nordic Wasabi, Jurt, Egilsstaðir, úr vör, vefrit
Stilkurinn af wasabi plöntunni er maukaður niður og engu bætt við. Ljósmynd Nordic Wasabi.

Ragnar Atli segir að það sem spilaði stórt hlutverk í að þeir félagar réðust í þetta verkefni er að 95% af öllu wasabi í heiminum er í raun og veru verksmiðjuframleidd vara með piparrót, grænum matarlit og sinnep. En alvöru wasabi er planta frá Japan og er hreint grænmeti með engum aukaefnum. Þeim félögum langaði því að kynna þetta inn í sushi menninguna hérna heima og úti til að vekja athygli á ræktunarmöguleikunum, en wasabi hentar afar vel í ræktun á Íslandi að sögn Ragnars þar sem það er fjalllendisplanta sem þolir ekki mikið sólarljós.


Þeir byrjuðu ræktunina á Egilsstöðum árið 2016 og rækta þetta í gróðurhúsum. Ragnar segir að þeir notist við svokallaða vatnsræktun, en plantan vext í lækjarfarvegi. Svo geta þeir stýrt hitastiginu með jarðhita þannig að þetta spilar allt saman. Uppskeran af ræktuninni er stilkurinn af plöntunni. Hann er rifinn niður ferskur til að búa til wasabi maukið og engu er bætt við, þetta er allt hreint og náttúrulegt. Stilkurinn er rifinn niður rétt áður en varan er notuð, þannig að varan er alveg ferskt.

Nordic Wasabi, Jurt, Egilsstaðir, úr vör, vefrit
Nordic Wasabi er framleitt í hátæknigróðurhúsum á Egilsstöðum. Ljósmynd Nordic Wasabi.
„Það er mjög góð aðstaða á Egilsstöðum, þar er stórt gróðurhús og við erum með starfsmann þar. Við erum ekki að austan en fórum með framleiðsluna þangað því þar voru tækifæri til að byggja upp starfsemina, gott húsnæði og aðgengi að heitu vatni. Það er líka spennandi að vera þarna fyrir austan og gott fyrir markaðssetninguna, en við leggjum aðal áhersluna á íslenska upprunann, varðandi vatnið, rafmagnið og hreinleikann.“ segir Ragnar.

Viðbrögðin hafa verið mjög góð bæði hér heima og í Evrópu að sögn Ragnars. Hann segir að vel hafi gengið en það komi auðvitað alltaf eitthvað upp á í svona starfsemi. En í stórum dráttum hefur þetta gengið eins og þá grunaði. Um er að ræða hágæða fersk vöru og stíla þeir inn á flott veitingahús. Þeir eru að byrja að kynnast markaðnum og fyrstu staðirnir sem buðu upp á vörur þeirra voru Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum í Reykjavík en núna hafi bæst við fleiri staðir. Ragnar segir að um sé að ræða eftirstótta vöru sem hafi verið lítið framleitt af og þykir það sérstakt að þetta sé frá Íslandi. Segir Ragnar að sú staðreynd spili stóra rullu varðandi hinn mikla áhuga.


Austri Brugghús er að nýta afgangs hluti af wasabi plöntunum sem Nordic Wasabi framleiða og hægt er að nýta þetta í fleiri afurðir. Það er hægt að nota þetta í ýmislegt að sögn Ragnars, t.d. kjöt- og fiskrétti, kokteila og eftirrétti jafnvel.

Nordic Wasabi, Jurt, Egilsstaðir, úr vör vefrit
Varan er seld til bæði innlendra sem erlendra veitingastaða. Ljósmynd Nordic Wasabi.

„Við höfum náð að anna eftirspurn og náð að stækka framleiðsluna í takt við það. Það er snúnara þegar vara er lengi í ræktun eins og í þessu tilfelli, en þá þarf bara að hugsa fram í tímann. Við höfum mikinn áhuga á Sushi og á wasabi og það er mjög merkilegt að fólk hafi verið að borða svokallað wasabi án þess að vita að það væri alvöru wasabi. En við höfum breitt út þann boðskap upp á síðkastið.“ segir Ragnar að lokum.


Comentarios


bottom of page